UM NÆSTA FUND_ OG SVO FÉLAGSGJÖLDIN
Stjórn VIMA hittist í dag til að skrafa um næsta almenna félagafund sem verður að öllum líkindum haldinn seinni hluta janúar og verður nákvæmlega frá honum sagt þegar nær dregur.
Guðlaug gjaldkeri hefur sett félagaskrána upp á einkar skipulegan hátt en okkur brá nokkuð í brún þegar við kíktum á þetta félagatal og sáum hversu margir hafa enn látið ógert að borga félagsgjöld.
Ég ætla því að leyfa mér að hvetja ykkur eindregið til þess. Allmargir hafa ekki netfang og þeim verður send rukkun á næstunni en um tveir þriðju félaga eru með netfang og hefur verið ýtt á þá með pósti.
Elskurnar mínir drífið í að borga félagsgjaldið. Þetta eru ekki nema 2.000 kr. En skiptir máli fyrir VIMA og starfsemi þess.
<< Home