Hugvekja á aðventunni

Allt gengur eins og í blíðum sóma með Arabíukonurnar. Í síðustu viku héldu þær fyrsta sæti sínu á lista Eymundsson og Penna verslana í sínum flokki og á heildarlista Félagsvísindastofunar færðust þær upp um tvö sæti.
Væri ekki þjóðráð að húrra þeim upp um amk eitt fyrir næstu könnun sem er á miðvikudag. Allir í búð að kaupa. Mér skilst að þriðja prentunin sem kom í verslanir í gær, laugardag hafi rúllað vel af stað.

Mig langar til að minna Sýrlands/Líbanonsfara á að nokkrir eiga eftir að greiða staðfestingargjöld sín og þætti það ánægjulegt ef menn drifu í því. Ef einhverjir erfiðleikar eru varðandi það láta mig þá vita.
Eins og ég sagði mun ég ekki loka þeirri ferð fyrr en upp úr áramótum og fagna áhugasömum sem vilja bætast við en þeir ættu að láta í sér heyra.
OG SEM ALLRA ALLRA FYRST. Það líður að því að ég þurfi að senda út poka fulla af peningum bæði til flugfélagsins MALEV og Jasmin í Sýrlandi.

Og þá er líka vert að benda á að enn vantar mikið á að menn hafi greitt í Maher sjóðinn. Læt hér fylgja reikningsnúmerið 1147 05 401402 og kt. mín 1402403979. Upphæðin er ekki stór 2.000 kr. á mann. Það er ótrúlegt að nokkurn muni að ráði um það.
Það hefur óneitanlega valdið okkur í stjórn VIMA nokkrum heilabrotum hvað margir hafa látið það dragast. Allir eru sammála um að við viljum bjóða okkar ljúfa leiðsögumanni hingað næsta sumar og dagsetningar hafa þegar verið ákveðnar 6.-20 júlí.
Margir elskulegir VIMA félagar hafa gefið sig fram og boðist til að fara með Maher út og suður og er það til fyrirmyndar. Einnig ætlum við að efna til samkoma með Maher svo hann geti hitt sem flesta úr ferðunum.

Vil benda á að fundur um Jemen/Jórdaníu verður haldinn í kringum 10.janúar. Þar eru laus 2 pláss.

INSJALLAH bókin er til reiðu elskurnar mínar. Látið í ykkur heyra ef þið viljið hana. Upplögð til að kveikja fyrstu glóðina.

Ég var sömuleiðis að lesa á netinu þennan fína ritdóm um ferðaljóðabókina mína Á leið til Timbúktú. Svo virðist sem einhver hafi þýtt slatta af ljóðunum á ensku og sett á netið. Gaman að því.

Vegna þess að ég hef fengið fleiri eintök af Arabíukonum og get því útvegað þær á hinu hagstæðasta verði.

Það er að verða um garð gengið mesta annríkið við að lesa upp úr bókinni svo nú væri kannski tilvalið að maður sneri sér að því að þvo gardínurnar og tjekka á jólaseríunum. Vinkona mín hefur fært mér jólapiparkökurnar og bráðum tekst mér að hefja kortaskrif. Áður en að því kemur mun ég kætast í fimmtugsafmæli tengdadóttur minnar og fylgjast með Garpi Elísabetarsyni sem ákvað að taka þátt í keppninni um Herra Ísland. Óneitanlega fæst niðjatal mitt við athyglisverða þætti.

Og í blálokin fyrir bókaunnendur: Elísabet dóttir mín hefur nú lokið friðarljóðunum sem hún hóf að semja í Sýrlandi í september og þau koma út á bók núna í vikunni.