KÆTI og LÆTI Í BÆ - ÞRIÐJA PRENTUN AF ARAB'IUKONUM

Get ekki á mér setið að fagna því og segja ykkur þau ánægjulegu tíðindi að önnur prentun af Arabíukonum er nú á þrotum og þriðja prentun er í gangi. Þetta hefur sannarlega gengið betur en ég þorði að vona og má gleðjast yfir því.
Einnig er gaman að segja frá því hvað upplestrum er vel tekið og oft spinnast miklar umræður og spurningar að lestri loknum.

Höldum ótrauð áfram félagar góðir. Og takk fyrir stuðninginn.

Þá vil ég nefna að nokkrir sem pöntuðu Insjallah eiga eftir að borga. Ég hef fleiri Insjallahbækur svo gjörsovel; hafiði bara samband og ég vippa til ykkar bókinni.
Þar sem ég fæ höfundareintök við hverja prentun get ég líka útvegað nokkrar Arabíukonur í viðbót á spottprís.

Loks má geta þess að ég vonast til að Óman hugmyndir fljúgi inn á síðuna innan viku. Fylgist því með vandlega.
Er nú á leið í einn upplestur og svo til Ólafsvíkur í annan. Bless í bili.