Upplestrar og Arabíukonur

Það er líf í tuskunum hjá mér þessa dagana að lesa úr Arabíukonum. Undirtektir eru afskaplega góðar og mikið spurt og spjallað eftir lestur. Bókin er nr. 1 í sínum flokki hjá Eymundsson/Mál og menningarbúðum og nr 2 á aðallista þar. Hún hrasaði um nokkur sæti á lista Mogga í morgun en stendur sig engu að síður með sóma. Við gerum bara átak í því fyrir næstu könnun ljúfurnar mínar. Mér skilst að önnur prentun sé á góðri leið með að seljast upp líka svo þriðja prentun gæti verið innan seilingar.
Mér þykir mjög vænt um hvað margir hafa sent mér línu og tjáð sig um bókina.
Mál og menning hyggst svo hefja kynningu á henni erlendis á nýju ári og það verður gaman.