Jemen/Jórdaníufundur tókst vel - áform á prjónunum

Jemen/Jórdaníuhópurinn hittist í dag, laugardag og rabbaði saman. Ríkti þar ánægjuleg stemning, farið yfir áætlunina, skoðaðar myndir og skeggrætt. Fagnaðarfundir urðu með ýmsum sem hafa verið í öðrum VIMA ferðum. Allir fullir tilhlökkunar. Sérstakur gestur var Helga Þórarinsdóttir sem var í Jemen/Jórdaníuferðinni í fyrravor og hafði hún margt gott til mála að leggja. Nokkrir komu á fundinn sem komast ekki í vor en eru nokkurn veginn staðráðnir í að vera með í næstu ferð.
Nokkrir komust ekki á fundinn og fáeinir eru að athuga sín mál svo enn vantar 2-3 til að sá fjöldi náist sem er nauðsynlegur til að verð haldist. Það lítur þó vel út og engin ástæða til annars en búast við að það gangi allt upp.

Þá er rétt að vekja athygli á að fyrsti almenni fundur VIMA verður 29.janúar í Kornhlöðunni og verður dagskrá kynnt nánar. Fundurinn verður kl. 14 á laugardegi og geta menn vonandi gert ráðstafanir í tíma og sótt fundinn.
Ég get viðurkennt að nokkur vonbrigði eru mér að margir eiga ógreitt félagsgjald - og á það bæði við um stofnfélaga VIMA og þá sem hafa skráð sig síðan. Okkur munar um þessa peninga en samt telst 2 þús. kr. árgjald varla stór peningur og sjálfsagt gleymsku um að kenna. Hafið samband við gjaldkerann Gullu í gudlaug.petursdottir@or.is
og greiðið nú allra vinsamlegast árgjaldið.

Minni einnig Sýrlands/Líbanonsfélaga enn og aftur á að senda upplýsingar vegna vegabréfsmála. Nokkra vantar mig enn og þarf bráðum að senda þetta út svo allt verði nú í lagi. Get bætt við í Sýrlands/Líbanonshóp vegna liðlegheita Jasmin ferðaskrifstofunnar í Damaskus.

Ég minni svo alla á að það er lengi hægt að bæta við fólki í ferðirnar og um að gera að hafa samband. Það er gott og gleðilegt hvað áhugi er drjúgur enda hefur það sýnt sig að ferðalangar VIMA er mjög spes fólk, forvitið, skemmtilegt og vesenislaust.