ÓMAN Á MORGUN - OG ANNAÐ GÓÐMETI

Vil láta ykkur vita að Ómanáætlun birtist hér á síðunni á morgun. Eins ítarleg og nákvæm og unnt er. Ætla má að sú ferð verði á dagskránni í febrúar 2006. Þetta verður 14-15 daga ferð, reynt að fara allvíða án þess að þeysa svo um landið að menn verði uppgefnir. Hvet ykkur til að fylgjast með því enda veit ég að áhugi er á þessari ferð hjá VIMU félögum og öðrum kátum ferðamönnum.

Þá verður væntanlega hægt að skýra frá dagskrá fundarins næsta annað hvort á morgun eða hinn. Áður hefur verið greint frá því að hann verður í Kornhlöðunni 29.janúar.

Í þriðja lagi langar mig til að ýta á félaga að borga félagsgjöldin sín samviskusamlega. Reikningsnúmer er 1151 26 002443 og kt.441004-2220.

Ekki gleyma ljúflingnum Maher Hafez sem við munum bjóða hingað í júlí. Leggi þeir sem vilja styðja það 2000 kr. inn á reikninginn 1147-05 401402.

Loks hefur svo Íransferð mín verið nokkurn veginn ákveðin. Held þangað rétt eftir að menningarheimsnámskeiði araba lýkur 17.febrúar. Eins og ég hef nefnt áður fannst mér nauðsynlegt að fara þangað og skoða hvernig er að ferðast um Íran, fá á hreint ýms praktísk mál og verð og fleira. Einn væntanlegur Jemen/Jórdaníufari vorsins var í Íran sl haust og hefur gefið mér ýmsar gagnlegar upplýsingar og þakkarverðar. Þegar þar að kemur mun ég skrifa smápistla inn á síðuna svo áhugasamir Íransmenn geti fylgst með hvenig mér líst á.

En sem sagt ÓMAN plan á morgun. Athugið það og nauðsynlegt að heyra frá áhugasömum þótt ár sé í ferðina.