ÓMANFERÐ

Ferðaáætlun til ÓMANS

Dagsetningar eru ekki klappaðar og klárar. Það fer eftir því hvort undirtektir eru við þessari ferð. Þó er trúlegt að stefnt sé á febrúar 2006

1.dagur. Flogið um London og áfram til Múskat, höfuðborgar Ómans.
2.dagur. Við komuna er gengið frá vegabréfsáritunum með aðstoð fulltrúa ferðaskrifstofunnar sem sér um okkur. Síðan er farið á Hótel Mercure Al Falaj sem er öldungis fínt 4ra stjörnu hótel.
3.dagur Morgunverður. Síðan skoðunarferð um Múskat og komið við á ýmsum skemmtilegum stöðum. Nánar um það síðar.
Eftirmiðdagurinn frjáls. Um kvöldið er farið í tveggja tíma siglingu út á Múskatflóa. Horfum þar á borgina og fegurðina allt um kring. Döðlur, kaffi og te á boðstólum. Gist á Mercure Al Falaj hóteli
4.dagur. Morgunverður. Síðan er ekið inn á Wahibasanda sem er lítil eyðimörk( á stærð við Wales) og komið við á fýsilegum stöðum á leiðinni. Hádegissnarl úti í guðs grænni náttúru. Þegar komið er inn á sandana geta menn æft leikni sína í sandbrettastökki og einnig keyrt um sandinn á jeppum. Úlfaldar til reiðu. Kvöldverður(innifalinn) við tjaldbúðirnar og gist í tjöldum.
5.dagur. Morgunverður og góður tími gefinn til rannsóknarferða um sandana. Síðan haldið áleiðis til Sur sem er ævagömul borg. Við stoppum á veitingastað í hádegisverð og höldum svo áfram til bæjarins Ras al Hadd. Þar tjekkum við inn á Ras Hadd Strandhóteli sem er þriggja stjörnu. Seinna um kvöldið er ekið niður að Skjaldbökuströnd þar sem við horfum á skjaldbökurnar leika listir sínar.
6.dagur Morgunverður. Gefum okkur tíma og af stað upp úr hádegi til Múskat. Gistum á Mercure Al Falaj.
7.dagur. Morgunverður. Frjáls dagur í Múskat.
8.dagur. Morgunverður. Síðan lagt af stað inn í landið og áleiðis til Nizwa, sem fyrrum var höfuðborg landsins. Heimsækjum kastala og virki og aðra merka staði á svæðinu. Gistum á 3ja stjörnu hóteli.
9.dagur. Frjáls dagur í Nizwa. Þar er fínn markaður og margt að sjá. Gistum í Nizwa
10.dagur. Morgunverður. Síðan höldum við aftur til Múskat og það sem eftir lifir dags geta menn valsað um að vild.
11.dagur. Morgunverður. Síðan er farið til Seebflugvallar og flogið til Salalah í suðurhlutanum. Tjekkað inn á Hilton eða Crowne Plaza sem eru 5stjörnu hótel. Upp úr hádegi í skoðunarferð. Farið um banana og kókoshnetuplantekrur, um ægissíðuna og kíkt í áttina að sumarhöll Kabússar soldáns. Farið á Dhofarsafnið þar sem merkir gripir úr suðrinu eru til sýnis. Ekki má gleyma gull og mirrumarkaði.
12. dagur. Morgunverður Síðan er skoðunarferð (4klst) en ekki ákveðið hvort verður farið í austur eða vestur frá Salalah. Báðar eru mjög forvitnilegar.
13.dagur. Morgunverður. Síðan er flogið til Múskat og við búum um okkur á Mercure Al Falaj. Menn geta síðan gert innkaup á markaðnum eða slappað af við sundlaugina. Um kvöldið út á Seeb flugvöll og áleiðis til London
14.dagur.
Við komu til London, einhver bið og svo heim til Íslands.

Ekki er alveg ljóst hvort bætt verður við einum degi í Múskat í lok ferðar.

Innifalið í verði:
Flug, skattar
Gisting á einu 5 stjörnu hóteli, einu 4ra stjörnu, tveimur sem eru þriggja stjörnu og tjaldgisting ein nótt.
Morgunverður
Tveir kvöldverðir(annar á Wahibasöndum) Hinn í ferðalok.
(Einnig er hugsanlegt að kvöldverðir almennt verði innifaldir en það hækkar verð eitthvað)
Vegabréfsáritun
Allar ferðir sem upp eru taldar í áætlun
Flutningur á milli staða sem minnst er á.
Aðgangseyrir á staði sem við skoðum
Flug innan Ómans
Sandstökksbúnaður á Wahibasöndum og úlfaldar til reiðar
Íslensk fararstjórn
Ómanskur fararstjóri

Ekki innifalið:
Málsverðir(með þeim fyrirvara sem fram kemur)
Tips til ómanska fararstjórans og bílstjóra

Miðað er við 16 farþega. Það er skilyrði fyrir því að verð haldist.

Að svo stöddu er ekki alveg á hreinu hvað verðið er. Það má ætla að það verði frá 195 þús. og upp í um 240 þúsund.
Mun láta ykkur vita jafnskjótt og það er á hreinu.

Þarf að heyra ofan í ykkur um áhuga þó svo að ferðin verði ekki fyrr en að ári svo ég geti áttað mig á hvort ég á að halda áfram með þetta dæmi eða ekki. Svo alúðlegast og allra vinsamlegast látið frá ykkur heyra.