Mímir hefur sent út auglýsingapésann

Með Fréttablaðinu í dag var auglýsingabæklingur Mímis símenntar borinn út. Þar kemur fram að námskeiðin um Menningarheim araba hefjast 20.janúar og verða á fimmtudögum eins og oftast hefur verið. Arabískunámskeið verða á mánudögum og miðvikudögum.

Eins og ég nefndi á dögunum hefur aðsókn verið afskaplega góð á þessi námskeið en best að drífa í að skrá sig sem fyrst því ég vil ekki hafa hópinn of stóran. Það skiptir verulegu máli að við gefum okkur góðan tíma til skrafs og umræðu og þess vegna er óheppilegt að hafa námskeiðin of fjölmenn.

Ennfremur byrja námskeiðin nú aðeins fyrr en venjulega þar sem ég stefni á að komast til Írans í febrúar svona í eins konar vettvangsskoðun til að kanna hvort ferð til Írans fyrir VIMA félaga kæmi til greina og hvers lags verð væri í boði og þess háttar. Sú ferð yrði þó væntanlega ekki fyrr en á árinu 2006.