ALLAR VORFERÐIR FULLSKIPAÐAR

Allar ferðirnar í vor eru fullskipaðar. Það má skrá á biðlista í Egyptaland til 15.febr. og Sýrland/Líbanon til 25.febr. En vonandi dettur samt enginn út. Jemen/Jórdaníuferð tekur á móti biðlistafólki til 20.mars.

Ferðir 2006 hafa ekki fengið dagsetningar en nauðsynlegt að vita vilja ykkar

Óman-febr 2006 ( takmarkaður fjöldi)
Egyptaland -mars (Minnst 25)
Sýrland-Líbanon - apríl (Lágmark 25)
Jemen-Jórdanía- maí (hámarksfjöldi 20)
Íran- sept 2006(og etv 3 dagar í Sýrlandi á heimleið) (hámarksfjöldi 16)


Látið í ykkur heyra því allmargir hafa þegar sett sig á lista yfir Óman og mér er kunnugt um áhuga á öllum hinum ferðunum. Um að gera að eiga ykkur á lista.
Nú tjekka ég á leiknum milli Túnisa og Spánverja í handboltanum. Túnisar eru fínir, ég vona að þeir hafi það. Insjallah