BREYTINGAR Á FERÐINNI Í APR'IL
Elskuleg öll.
Ég hef ákveðið að gera breytingar á Líbanons/Sýrlandsferðinni. Hef verið í sambandi við aðskiljanlega félaga sem vel þekkja til. Eins og ég sagði er ekkert sem bendir til að við þurfum að hafa áhyggjur
en
mér finnst samt vissara að breyta ferðinni í Sýrland/Jórdanía. Þá þarf ég einnig að breyta dagsetningum, þannig að brottför er 10.apríl og heimkoma 25.apríl. Nú vona ég að það komi sér ekki illa fyrir neinn.
Ástæðan fyrir því að
mér þótti rétt að taka þessa ákvörðun er bara að ég vil sýna ábyrgð og gætni. Það gerist vonandi ekkert sérstakt í framhaldi af atburðunum í síðustu viku en ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig og tefla engu í tvísýnu. Ég bað Sýrlandsfara að hafa samband ef þeir væru mótfallnir þessu á einn eða annan veg en þau svör sem ég hef fengið benda til að fólk treysti mér til að taka skynsamlega ákvörðun.
Þess vegna set ég í kvöld nýju áætlunina inn á síðuna. Vinsamlegast fylgist með.
Farið inn á síðuna um kl níu og þá ætti allt að vera klappað. Ferðaskrifstofumennirnir mínir í Jórdaníu sem hafa annast þá hópa sem ég hef farið með til Jemen/Jórdaníu brugðu við skjótt og sendu mér áætlun. Þeir eru hinir ágætustu náungar og í þeirri ferð verðum við tvær nætur í Petra, förum inn í Wadi Rum, niður að Dauða hafi og skoðum Amman. Mér líst ágætlega á þessar tillögur. Bíð nú eftir svari frá Sýrlendingum vegna breytinga á dagsetningum.
Sem sagt ætti að vera komið inn kl. 21 í kvöld. Vona að allir verði glaðir og ánægðir.
<< Home