DÁSAMLEGT AÐ VEKJA FORVITNINA SVONA HRESSILEGA
Það er dásamlegt að geta vakið forvitni fólks jafnhressilega og raunin varð á. Þetta mun allt skýrast senn. Engin hætta á öðru og þar sem ég get ekki dagsett nákvæmlega hvenær greint verður frá þá bið ég ykkur bara að vera ötul að fara inn á síðuna.
Þetta getur brostið á fyrr en síðar.
Ég vil einnig taka annað fram: ég veit mætavel að fólk borgar afborgun 1.-10.febr. og Sýrlands/Líbanonsfarar og Jemen/Jórdaníuhópurinn hefur brugðið við mjög skjótt. Á hinn bóginn finnst mér að nú strax upp úr helginni mættu Egyptalandsfarar taka mun betur við sér. Sú ferð er fyrst á dagskrá og ég verð að gera hana upp fljótlega. Athugið að við erum í Egyptalandi á annatíma þar sem páskar okkar eru og Hamisfrú Amy hefur látið það skýrt í ljósi. Svo ég vona að allir bruni í sína banka eftir helgina, jafnvel þótt það sé ekki kominn 10.febr. Hjartanlega takk fyrir.
Ætla nú að skutla til ykkar bréfum um þessar tilkynningar og læt þá ganga fyrir sem hafa greitt í Maher sjóðinn og síðan þá sem ég reikna með að muni gera það. Önnur eru til ýmissa sem ekki þekkja Maher og enn mun ég svo senda öllum öðrum VIMA félögum sem hafa imeil. Ítreka að þið komið upplýsingum til þeirra sem hafa ekki netfang.
<< Home