FÉLAGSBR'EF og sjóðsstofnun
VIMA stjórnarkonur hittust í dag til skrafs og ráðagerða og fórum meðal annars yfir breytingarnar á Sýrlandsferðinni sem þið sjáið hér.
Einnig komumst við að þeirri spaklegu niðurstöðu að VIMA ætti að gefa út fréttabréf, þ.e. æði margir félagar hafa ekki imeil og það er ekkert vit í að þeir geti ekki fylgst með því sem er að gerast í félaginu. Stefnt að útgáfu þessa fréttabréfs í maí og september.
Einnig töluðum við um formlega sjóðsstofnun og ætlum að leita að lögfróðum og jákvæðum félagsmanni sem gæti aðstoðað við að búa slíkum sjóð þá umgerð sem hæfði.
Jæja, mín vænu, nú væri kannski ráð að setja niður í tösku og setja sig í Íransgírinn og fara snemma í háttinn því ég fer út á völl klukkan 5,30 í fyrramálið.
Vil ítreka að ég ætla að efna til fundar um Sýrlands/Jórdaníuferðina í mars, þ.e. áður en ég fer til Egyptalands.
Bless í bili og vonast til að geta haft samband frá Íran. Insjallah
<< Home