Kvedja fra Sjiraz og vidbot
Goda kvoldid og blessad
Allt gengur ad oskum i minni stuttu Iransferd, var ad koma til Sjiraz og verd her i kvold og a morgun. 'A morgun aetlum vid, eg og minn godi gaed Peshman ad skoda Persepolis og kannski kiki eg a markadinn og i nokkrar undurfagrar moskur og sofn.
Thad er satt ad segja skomm fra tvi ad segja ad mer hefur ladst ad stunda kaupskap sokum anna og thad laetur madur ekki um sig spyrjast.
Skrapp a milli hotela adan svona til ad bera saman hvad her er i bodi og fekk mer te a Hama hoteli sem mun hafa verid byggt fyrir kryningardellufinerishatid thaverandi keisara 1971 og thar bjuggu gestirnir. Munu tvi tveir Isleningar hafa buid i theim dyrindum, t.e fyrverandi tengdaforeldrar minir en tau voru bodin i tha veislu.
A leidinni til Sjiraz komum vid a bardagavollinn thar sem Alexander mikli sigradi Persa i denn tid og var ekki tilkomumikid ne miklar minjar um tha dramatisku orrustu. Leidin til Sjiraz er falleg og grodursael eftir ad hafa verid ofar i landinu thar sem er einkum eydimork, en nokkud blomleg eftir godan og blautan vetur.
Var i Yazd i gaer en thad er baer i midri morkinni og thar eru fjolmennastir elddyrkenda i landinu. Their vilja tho fjarri kalla sig elddyrkendur heldur utskyra sin truarbrogd a mun einfaldari og fallegri hatt. Skodadi thar gamla bainn, en i honum midjun er sagt ad Alexander hafi gjort fangelsi fyrir oroaseggi og valid theim thann stad i landinu thar sem hvad heitast verdur a sumrin , rumlega 50 stig og kaldast a vetrum eda nidur i 10 stiga frost. For i hof og safn theirra elddyrkenda, skodadi Turn thagnarinnar en thangad var theim skutlad latnum tvi fylgjendur truarbragdanna vildu ekki menga jordina med tvi ad grafa likid og thadan af sidur loftid med tvi ad brenna tha. Their letu tvi foglana um nanari framkvaimd og sidan var beinum safnad saman ofan i djupar holur.
Um 30 km adur en komid er til Yazd er vagnlestastod fra 17.old, en thaer voru reistar med 30 km millibili yfir morkina 999 talsins. Thessi hefur verid faerd til upprunalegs horfs og thar geta menn gist vid ivid betri adstaedur en kaupahednarnir i gamla daga.
Mer list vel a ad profa thad ef af ferd verdur. Var annars stalheppin med gistingu i Yazd tvi hun var i fogru hefdarhusi sem hefur verid breytt i gistihus. Alger aevingtyrastadur.
Annars aetla eg ekki ad vera med miklar upptalningar, thad er engin thorf a tvi i bili en mer finnst margt afskaplega eftirtektarvert her hvad allir eru elskulegir, gefa sig ad manni hvort sem er ut a gotu eda i helgistodum og vilja bara spjalla um daginn og veginn.
Hreinlaeti er aberandi gott. Allir stadirnir sem eg hef hingad til - og tho Sjiraz og Isfahan eftir- undurspennandi. Peningamalin eru snunari. Tvi thad eru 8500 rialar i einum dollara eda svo vid svissum yfir i isl 8500= um 61 kr. Thad er eins gott ad reiknikunnattan se i lagi fyrstu dagana medan madur attar sig a thessu. Manni finnst ansi svakalegt ad borga 16 thusund riala fyrir tvo klukkutima a netinu, thangad til madur fattar ad upphaedin umreiknud i islenska mynt er um 100 kr.
Vedrid hefur verid hid vaensta midad vid arstima, rigning i Kerman, heitt i Yazd og rigning og notalegt her i Sjiraz.
Eg hef att skemmtilegar og fysilegar vidraedur vid fjolda manns thessa daga og margt sem hefur komid mer a ovart kannski einkum og ser i lagi hvad folk er opinskatt um trumal og politik og alls konar malefni sem madur heldur ad thurfi serstaka adgat og megi kannski alls ekki raeda um.
Thar sem eg er her a Pars hoteli i Sjiraz med godum netadgangi skrifa eg kannski inn a siduna annad kvold eftir ad hafa kynnst tvi aevintyri sem Persepolis er.
Kvedjur a ykkar bai
Adeins seinna:
Thad er mjog dularfullt ad eg get ekki fundid thennan gagnmerka pistil a sidunni, vona hann hafi nu eda muni skila ser. Ma baeta vid ad gaedarnir minir eru badir spordrekar, annar faeddur 1.nov. og hinn 16. og eru hvor odrum thekkilegri eins og tharf ekki ad hafa morg ord um.
Eins og menn vita er skylda her ad ganga med slaedur um harid her og hef eg farid eftir tvi samviskusamlega. Eitthvad tho ekki alveg komid inn i forritid tvi i morgun sat eg i hatign minni vid morgunverdarbordid og filadi mig eitthvad undarlega. Uppgotvadi svo seint og um sidir ad eg hafdi gleymt ad setja a mig slaeduna. Enginn sagdi ord en eg baetti ur thessu snofurlega.
Sem sagt vona pistillinn skili ser tho tolvan her se eitthvad sein ad birta hann./
<< Home