MAHER og fleira gúmmulaði
Góðan daginn og blessaðan
Á fundinum um daginn kom einn væntanlegur Líbanons og Sýrlandsfari með þá spurningu hver Maher væri eftir að lögð höfðu verið fram hugmyndir VIMA stjórnar að ferðaáætlun hans. Þetta er eðlileg spurning og skal upplýst fyrir þá sem ekki hafa kynnst þeim væna náunga að segja að hann hefur verið sýrlenski leiðsögumaðurinn okkar í öllum VIMA ferðunum og kom upp sú hugmynd í apríl ferðinni 2004 að bjóða honum til Íslands. Henni hefur verið vel tekið og menn lagt í púkk og fyrir þá sem ekki voru á fundinum slæ ég hér inn þessa áætlun og tek fram að beðið er um ábendingar til viðbótar þeim sem þegar hafa komið og sömuleiðis að jákvæðir félagar láti vita ef þeir vilja skjótast með Maher út og suður.
Allmargir hafa þegar gert það og takk fyrir það. En fleiri mættu leggja orð í belg.
Áformað er að hann komi hingað 6. eða 7.júlí.
8.júlí er frjáls dagur og mætti þó kynna honum samgöngukerfi borgarinnar og kennileiti og kannski skreppa á nokkur söfn(býður sig einhver fram þar?)
9.júlí
Farið með Maher að Gullfossi, Geysi og til Þingvalla. Uppi eru hugmyndir um að halda lengra og hafa Skálholt, Þjórsárdal og Stöng með í þessum pakka sem tæki þá tvo daga. Margrét Hermanns Auðard. hefur stungið upp á að leiðsegja honum. Einnig væri gott að vita ef fleiri vilja taka þátt í þessari ferð, t.d. bjóða í sumarbústað eða hvaðeina.
11.júlí Maher er í bænum. Síðdegis mætti fara í Krýsuvík og Bláa lónið (býður sig einhver fram þar?)
12.júlí Maher hefur frjálsan tíma til kl 18. Síðan efnum við til samkvæmis í Rafveituheimilinu og þar kæmu saman allir þeir sem hafa tekið/munu taka þátt í að bjóða honum hingað. Boðið upp á veitingar (bjóða einhverjir sig fram til að sjá um t.d. súpu, brauð og kannski köku á eftir?)
13.júlí Maher fer á Snæfellsnes, etv. upp á jökul og sigla út í Flatey.
Einhverjir sem þekkja til þar og vilja taka þátt í því?
Kannski einhver eigi sumarbústað þar og bjóði gistingu?
15.júlí Maher er í Reykjavík eftir reisuna.
16.júlí Nú væri ráð að kynna Maher Norðurland. Sara, Gunnþór, Inga og etv. fleiri hafa boðist til að skutlast norður Kjöl með hann. Kannski fleiri vilji taka þátt í því? Nokkrir Akureyringar vilja kannski hýsa Maher, t.d. hefur Sigríður boðið fram aðstoð. Fleiri?
18.júlí Maher kemur að norðan. Fer kannski að skoða rósarækt í Mosó, Gljúfrastein og fleira. Einhverjir sem vilja taka þátt í því?
19.júlí Maher er haldið veglegt kvöldverðarboð. Ekki ákveðið neitt frekar um það en hugmyndir og aðstoð fagnað
20.júlí Maher heldur heim á leið.
Þetta eru laus drög og ítreka að það væri ákaflega ánægjulegt ef menn vildu senda mér eða öðrum í stjórninni tillögur.
Edda: eddar@simi.is
Ragnheiður Gyða: rgj@dv.is
Guðlaug: gudlaug.petursdottir@or.is
Jóhanna:jemen@simnet.is
Birgir: bkj@isl.is
Það eru þó nokkrir sem hafa ekki greitt í sjóðinn. Hvort það er af þessum alkunna íslenska á síðustustunduhætti eða þeir hafa ekki áhuga að vera með skal ég svosem ekki segja. ÞAÐ SKAL TEKIÐ SKÝRT FRAM AÐ ENGINN ER TILNEYDDUR AÐ VERA MEÐ Í ÞESSU. ÞAÐ LIGGUR Í AUGUM UPPI. OG AÐRIR EN LÍBANONS/S'YRLANDSFARAR VERÐA VARLA MEÐ. ATHUGIÐ ÞAÐ M'IN VÆNU.
En reikningsnúmerið er
1147 05 401402 og kt. 1402403979
Mér þætti vænt um ef þetta væri látið ganga til þeirra sem hafa ekki imeil.
<< Home