Áætlunin til Sýrlands/Jórdaníu 10.-25.apríl

Góða kvöldið aftur.
Þá kemur hér áætlunin endurskoðuð og pússuð

10.apríl. er eins og á gamla planinu nema flogið til Damaskus
11.-17.apríl er eins og dagarnir á gamla planinu
18. april. Upp úr hádeginu ekið í áttina til Jórdaníu. (það tekur um klukkutíma) Þegar yfir landamærin er komið er keyrt til hinnar mögnuðu Jerash með öllum sínum frægu dásemdum.
Til Amman og tjekkað inn á West hóteli, mjög góðu hóteli sem telst 4ra stjörnu. Borðum kvöldverð þar.
19.apríl Morgunverður. Fyrir hádegið skoðum við okkur um í Amman en um hádegið keyrt niður til Dauða hafsins. Þar borðum við hádegisverð á því glæsilega hóteli, Marriott(innifalinn) og síðan höfum við aðgang að fimm eða sex sundlaugum hótelsins og menn geta skokkað niður að hafinu og prófað leikni sína í að fljóta þar.
Síðdegis keyrum við til Petru. Gistum á Petra Palace, góðu hóteli(þar er ágætis sundlaug vel að merkja). Kvöldverður. Innifalinn.
20.apríl Eftir morgunverð förum við og skoðum Petru þessa mögnuðu rósrauðu borg, sem týnd var um aldir. Ævintýralegur staður. Borðum og gistum á Petra Palace
21. Morgunverður. Síðan er ferð inn til Wadi Rum og þar geysumst við um einstakt tungllandslagið á jeppum. Skoðum furðulegar áletranir á klettum en þær voru eins konar vörður á leiðum manna á þessum stað áður og fyrr. Við höldum til Amman seinni partinn eftir að hafa skoðað þennan undrastað. Við gistum aftur á West hótel.

22.apríl Morgunverður og síðan frjáls tími til hádegis. Síðan keyrum við að sýrlensku landamærunum og áfram til Damaskus.
23. apríl Morgunverður. Farið í þjóðminjasafnið í Damaskus
24. apríl Morgunverður Frjáls dagur. Seinni hlutann á hakavati og kveðjukvöldverður í Omijad veitingahúsinu og síðla kvölds út á flugvöll og vélin til Kaupmannahafnar fer í loftið um 4 um nóttina.
25. apríl. Eins og í fyrra plani.

Ég vona að allir séu bara ljómandi kátir og sáttir með þessar breytingar.
Það skal tekið fram að það er möguleiki að hafa dagsferð til Baalbek í Líbanon 23.apríl en hún borgist sérstaklega.

Þessi breyting hækkar ekki verðið, það helst og innifalið í Jórdaníu eru kvöldverðir, aðgangseyrir og áritun og þess háttar svo eiginlega lækkar verðið! (maður er nú jákvæður) því í Líbanon þurftum við að borga alla kvöldverðina. Við erum alltaf að græða.