Farsímar og fleira smotterí svo sem bólusetningar

Vegna fyrirspurna skal tekið fram að farsímar virka í Egyptalandi til og frá og í allar áttir.
Þegar hringt er til Egyptalands í þátttakanda í för okkar er bara einfalt númer en þegar Egyptalandsfari vill hringja heim verður hann náttúrlega að hringja út úr landinu 00 og síðan landsnúmerið 354 og svo heima/farsímanúmer þess sem hann vill ná í.

Það sama gildir nú orðið einnig um Sýrland og Jórdanía er einkar auðveld. Þegar að Jemen kemur veit ég ekki til að samningur hafi verið gerður, amk ekki síðast þegar ég vissi til. Á hinn bóginn eru netkaffi á hverju strái og á sumum hótelanna sem Jemenfarar dvelja á svo það ætti að vera hægur vandi að vera í sæmilega eðlilegu sambandi þar. Breytist hins vegar jafnskjótt og komið er til Jórdaníu, þá er símasamband í hinu ágætasta lagi.

Jemen/Jórdaníufarar eru minntir á bólusetningar fljótlega, æskilegt að gera það sex vikum fyrir brottför. Hafið því annað þriggja samband við Heiluverndarstöðina á Barónsstíg, heildugæslustöðina í ykkar hverfi eða heimilislækni ykkar.

Minni enn á að Egyptalandsfarar mæti tímanlega í brottför. Verð í brottfararsal frá kl. ellefu fyrir hádegi og til kl 13. Vænti þess að þá verði allir komnir í gegn. Ítreka í sjötugasta sinn að tjekka inn farangur alla leið til Kairó og engin vandkvæði á því og að sýna farmiðann til Kairó með miðanum til Búdapest og síðan Kairó. Munið einnig að lesa leiðbeiningar og hollráð vandlega og bið ykkur lengstra orða að merkja ykkur skv. umtali á fundinum á laugardag.

Vil taka fram að fundur með Jemen/Jórdaníuförum verður ca 3.maí eða fyrr. Það verður látið vita um það vandlega og hringt í þá sem ekki hafa netfang. Þá afhentir farmiðar ofl.

Einnig vil ég hvetja til að menn fylgist með aðalfundi VIMA sem verður frá 27.apríl til 2.maí eða þar um bil. Þar gerir stjórn VIMA ráð fyrir því að sjá sem flesta og biður um að nýir félagar og áhugasamir séu látnir vita um fundinn sem við munum þau auglýsa einnig í Fréttablaðinu og etv á einhverjum ljósvakamiðlum.
Munið svo að senda síðuna til amk 2ja-3ja utan VIMA svo við náum 10. þúsundasta gestinum fyrir Egyptalandsbropttför.
Sofiði síðan sætt og blítt.