FUNDUR 12.mars í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu

Sæl öll
Minni á fund fyrir Egyptalandsfara þann 12.mars kl. 14 í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu kl 14 eh. Þar afhendi ég miða og önnur nauðsynleg ferðagögn. Nauðsynlegt að allir komi eða sendi einhvern fyrir sig.

Sama dag kl. 16 er svo fundur með Sýrlands/Jórdaníuförum. Hann er haldinn vegna þess að margir hafa bæst við síðan við vorum með okkar litla fund fyrir æðilöngu og til að kynna nákvæmlega nýju áætlunina og þess háttar.
Vona að allir mæti þar líka og láti vita ef þeir komast eða komast ekki.

Við drekkum kaffi og te og gæðum okkur á bakkelsi sem ég keypti í Íran. Eigum notalega stund, vonandi, á báðum þessum fundum. Margblessuð í bili, nú bruna ég á minni öldruðu Renault bíl upp í Borgarholtsskóla að ræða um islam við áhugasama nemendur og vinningsmenn úr Gettu betur í gærkvöldi.

ENDILEGA LÁTIð HEYRA FRÁ YKKUR. Sumir hafa þegar látið vita og ekki nauðsynlegt að endurtaka það. Og munið svo síðustu greiðslu fyrir 5. mars. Varð að breyta því og stytta tímann því Egyptalandsfarar einkum og sér í lagi voru sumir ansans ári seinir að borga í febrúar og eins og ykkur er ljóst er johannatravel ekki fyrirtæki og rís ekki undir töfum á greiðslum. Hafið það því bak við bæði eyrun.