I stórhættu í Íran - lokaðist inni á salerni!!!!!

Já, það má nú segja að maður getur lent í mikilli hættu í framandi landi eins og Íran. Til dæmis í gærkvöldi lokaðist ég inni á þessu ágætis salerni á flugvellinum í Isfahan í Íran . Það var einhver skvaðalegast hætta sem ég varð fyrir í þvísa landi. En með klókindum greiðunnar minnar tókst mér að komast út heil á húfi. Um þær sömu mundir var fluginu breytt til Teheran og minn góði og bráðfyndni gæd, Pesjman var að hlaupa um allan völl til að tryggja að ég kæmist á fyrra kvöldflugi til Teheran svo ég næði vélinni til Amsterdam. Það stóðst á á endum um svipað leyti og greiðan náði mér klókindalega út af blessuðu klósettinu hafði gædinn bjargað öðrum málum og ég þeysti í virðulegra manna fylgd út að vél.
Mér finnst Íran auðvelt land til ferðalaga og mun nú stefna að því að við komumst þangað. Þar er nýr heimur og spennandi og þó allt öðruvísi en hinn arabíski heimur, í menningu, í minjum, mannlífi, hefðum og svo framvegis. En afskaplega áhugaverður heimur og í rauninni ekki neitt svakalega dýr nema flugferðir og kannski gisting. Kanna það með vorinu og læt vita.

Get ekki stillt mig um að segja frá skondnu atviki á basarnum í Isfahan í gær -eða var það það í fyrradag. Maður ruglast létt í svona hektískri ferð. Allavega ég mætti eins og sönnum Islendingi sæmir á markaðinn og kom þá geðslegur náungi með hjólbörur og bauð hina merkustu trefla til sölu. Eftir að hafa horft í augu mannsins og kannað treflana spurði eg svo um verð fyrir þesa forláta vöru:
- Tveir Khomeini fyrir trefil, sagði maðurinn og hver getur staðist slíkt tilboð. Khomeini ere á 10 þús króna seðli og venjulega tala þeir um GRÆNAN seðil en nú var Khomeini kominn í staðinn og það segir sig nokkurn veginn sjálft: Ég keypti tvo trefla á samtals fjóra Khomeini og fékk svo þrjú einstaklega falleg fiðrildi(nælur) í kaupbæti.

Fer nú senn að setja saman alvöru 'Iransprógramm. Það tekst vonandi því ég sé ekki betur en við séum komin í samband við góð'a ferðaskrifstofu í Teheran. Fylgist grannt með því.

Og svo minni ég alla á að borga inn á sínar ferðir. Þeir sem vilja eins manns herbergi í Egyptalandi elskuríkast gerist upp snarlega, hef gefið upp upphæð og í þetta sinn bið ég einnig Sýrlandsf/Jórdaníufara að borga fyrirfram vegna eins manns herbergis því ég þarf að gera það upp fyrir brottför þangað og raunar mjög fljótlega.