Óman virðist slá í gegn

Ómanþátttaka virðist ætla að verða meiri en ég reiknaði með. Nú hefur 21 ákveðið sig- skuldbindingarlaust- í ferð sem ekki er plönuð fyrr en á næsta ári, þ.e. í febrúar 2006. Þetta finnst mér verulega skemmtilegt og rétt að íhuga hvort við getum ekki bara drifið í að halda fund með áhugasömum Ómaninum í lok maí áður en allir þyrpast í sumarfrí. Ef einhverjir vilja kíkja á þann fund aðrir en þeir sem hafa skráð sig hjá mér ættu þeir að láta mig vita því hann verður ekki auglýstur nema hér á síðunni og í tölvupósti.
Eins og ég hef sagt áður er hugsanlegt að hafa aðra Ómanferð ef fleiri bætast við því ég vil síður að við verðum yfir 20 í fyrstu ferð.

Mig langar til að biðja hvern þann sem fer inn á síðuna að senda hana áfram til amk. 3ja. Eftir því sem ég fer á fleiri fundi og tala ýmist um Arabíukonur eða kynni einhverja afmarkaða þætti þessa menningarheims verð ég vör við meiri og meiri áhuga á þessum ferðum og fólk sækir í að fá upplýsingar um þær.

Þá vil ég benda á að Arabíukonur koma varla í kilju fyrr en lengra en komið fram á vorið svo menn ættu að snara sér í að kaupa þessar sem eftir eru. Einnig hafa margir sýnt áhuga á INSJALLAH- Hún kemur trúlega í kilju í sumar en eitthvað er til af henni í búðum og ef ekki í verslunum þá amk hjá útgáfunni á Suðurlandsbraut
Sæl að sinni og munið að láta ganga.