Sjóðurinn, Maher og fleira

Það er vert að minna Egyptalandsfara á enda góð vísa aldrei of oft kveðin: Allir ættu að vera búnir að rita sig inn kl. 13 á sunnudag. Muna að bóka farangur alla leið til Kairó og óska eftir brottfararspjöldum frá Kaupmannahöfn og helst alla leið. Það tekst venjulega. Farangur VERÐUR að tjekka alla leið því við höfum engan tíma í Höfn til að sinna því. Þetta vita allir og svo spyrja allir á síðustu stundu. Svo þetta er ítrekað hér enn og aftur. Sjáumst á sunnudag milli 11,30 og 13.

Birti hér númerið á reikningi þeim sem menn hafa verið harla rausnarlegir að leggja inn á vegna hugljómunarinnar um að búa til sjóð til styrktar stúlkum í Jemen og í flóttamannabúðum Palestínumanna.
1151 15 551130 og kt. 1402403979.
Reglugerð um þennan sjóð verður lögð fram á aðalfundi VIMA í apríl áliðnum.

Nokkrir vilja bætast í hópinn og taka þátt í að borga í Mahersjóðinn. Reikningsnúmer er 1147 05 401402 og kennitala hin sama. 2 þús. krónur á mann elskuríkast. Einnig vantar hugmyndir frá ykkur um hverjir vilja fara með hann hvert þegar hann kemur til Íslands í sumar. Góðir félagar hafa vissulega boðið sig fram í hitt og þetta en mættu vera fleiri. Hafið samband um það.

Síðast en ekki síst: Egyptalandsfarar alveg sérstaklega: Látið ættingja og vini hafa upplýsingar um þessa síðu. Ég skrifa inn á hana í ferðinni okkar og þá geta menn fylgst með ferðum okkar og sent kveðjur. Þetta höfum við alltaf gert í fyrri ferðum og það mælist vel fyrir.

Ég beíni þeim eindregnu tilmælum til ykkar að senda síðuna áfram og upplýsingar um hana. Bíð með óþreyju eftir að 10 þúsundasti gesturinn birtist.