AÐALFUNDUR Í APRÍLLOK

Stjórn VIMA hittist á laugardaginn var 2.apr. til að ákveða aðalfund félagsins sem á samkvæmt lögum að vera fyrir apríllok. Það stenst á endum að við áformum að halda hann 30.apríl og fá allir tilkynningu um stað og stund þegar nær dregur. Fundarboð verða send í pósti til þeirra sem hafa ekki netfang.

Sýrlands/Jórdaníufarar búa sig nú til ferðar næsta sunnudag og fá miðana sína um miðja viku en fundur hefur þegar verið haldinn. Þeim er bent á að muna eftir að binda rauðu borðana á töskur sínar og nota barmmerkið. Þetta greiðir fyrir og hjálpar okkur og var sú reynsla í Egyptalandi einkar góð af þessu fyrirkomulagi.

Það hefur töluvert verið spurt um ferðir næsta árs og nokkrir hafa skráð sig í þær ferðir sem eru á dagskránni. Áhugi á nýju löndunum Íran og Óman er skemmtilegur og fari þeir allir til Ómans sem látið hafa í ljós hug á því er ferðin að verða full svo og Íran. En einnig stendur Sýrland fyrir sínu og Jemen virðist koma sterkt inn. Athuga að þar sem og í Íran og Óman er fjöldi takmarkaður. Þeir sem hafa ekki haft samband vegna þessa ættu að gera það. Vænti að ég hafi áætlun tilbúna í sæmilegu standi eftir að ég kem með hópinn til Jemen/Jórdaníu í maí.
Svo munið að hafa samband.