AÐALFUNDUR VIMA Á MORGUN, LAUGARDAG

FYRSTI aðalfundur VIMA verður á morgun, laugardag 30.apríl í Kornhlöðunni og hefst kl 14 e.h. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Dagskrá fundarins verður sú að lesin er upp skýrsla stjórnar um starfið á þessu fyrsta ári. Reikningar liggja frammi og síðan er stjórnarkjör.

Undir liðnum önnur mál mun Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, segja frá för nokkurra íslenskra þingmanna til Palestínu og Ísraels og sýna myndir.

Stjórn VIMA hefur ákveðið að bjóða félögum upp á kaffi eða te en vilji menn meðlæti greiða þeir fyrir það.

Þá liggja frammi ferðaáætlanir fyrir árið 2006 og etv verður ein ferð í byrjun september en það er ekki ákveðið enn. Við vonumst til að sjá ykkur.