Tvíburar ferðaglaðastir meðal VIMA félaga

Athyglisverð mannfræðikönnun mín segir að fólk í tvíburamerkinu sé ferðaglaðast. Það er amk reynsla úr ferðum VIMA frá september 2003, apríl og maí 2004, september 2004, mars 2005 og tók með Sýrlandsferð sem hefst á morgun og Jemenferðina í maí.
Listinn lítur svona út
1. Tvíburar
2.3. Hrútar og krabbar
4. Fiskar
5.6 Bogmenn og ljón
7. Naut
8.9 Vogir og steingeitur
10.11. Jómfrúr og vatnsberar
12. Sporðdrekar

Hef ekki fengið áætlunina fyrir Íransferð og kem henni því ekki á framfæri fyrr en eftir að ég kem aftur frá Sýrlandi og Jórdaníu. Ég get ekki bætt við á áhugasama listann nema 2-4. Einnig er Óman sem sagt fullskipað, gæti sett þar inn 2-3. Stefni að því að halda fund með þessum síðla maí.
Vonast svo til að menn fylgist með Sýrlands og Jórdaníuförum. Sæl að sinni