Egyptalandsfarar hittust í Kornhlöðunni

Egyptalandsfarar hittust í Kornhlöðunni síðdegis í dag og áttu notalega stund. Menn skoðuðu myndir og skiptust á minningum, fengu sér súpuskál og var þetta hin ángjulegasta samverustund. Þó hefði mátt vera betur mætt en um tíu manns komu ekki. Líklega hafa þeir ekki fylgst með pósti og skal ítrekað að menn kíki á póstinn sinn öðru hverju svo þeir séu með á öllum nótum. Mönnum ætti að vera orðið það ljóst fyrir löngu að VIMA auglýsir ekki á annan hátt en þennan - að senda imeil og ættu menn þá að hnippa í kunningja og láta þannig berast manna á milli.

Sýrlands/Jórdaníufarar ætla að hittast nk. mánudag, einnig í Kornhlöðunni og hefur verið óskað eftir að menn tilkynni sig og hafa undirtektir verið mjög góðar.

Nokkur bið verður svo á að fundur Jemen/Jórdaníufara verði.

En til að gleðja fundaglaða félaga skal ítrekað að sammenkomst um ferðir ársins 2006 verður síðari hluta júní og tilkynnt nánar um hann áður en mjög langt um líður. Auðvitað verða menn dálítið út og suður þegar þar er komið sögu. En þess heldur er beinlínis aðkallandi að þeir sem hafa skráð sig í ferðir eða eru í hugleiðingum í áttina mæti eða láti vita af sér. Hafið það endilega hugfast.
Vegna þess ég býst ekki við að hafa tök á því - sagt með eilitlum fyrirvara þó- að fara í ferð til Sýrlands og Jórdaníu eða Líbanon í haust þurfa þeir sem hafa tjáð sig áhugasama um hana að íhuga hvort þeir vilja skrá sig í vorferðina þangað. Þá ber hana að líkindum upp á okkar páskum svo menn þurfa ekki að taka sérlega mikið frí úr vinnu. LÁTIÐ ÞVÍ HEYRA FRÁ YKKUR og það sem allra allra fyrst.
Augljóst er að Óman og Íranferð taka töluverðan tíma í skipulagningu og þeirri vinnu þarf að ljúka fyrr en seinna og þess vegna hvet ég ykkur til að hafa samband.