Jemen/Jórdaníufarar eru mættir á fósturlandið

Við komum heim,seint í kvöld og aðeins ein taska er á villigötum en stefnir vonandi hraðbyri til Íslands á morgun frá London.
Ég gleymdi að geta um að afmæli Gullu Pé var haldið með bravör, gjöfum og tertu í Jemen þann 18.maí með fagnaðarópum og viðeigandi gjöfum og kættist viðkomandi afmælisstúlka og lét sig ekki muna um að blása á 50 plús snarlega.
Dagurinn okkar í Wadi Rum í Jórdaníu var elskulegur í alla staði og bedúínatjaldið og músik kölluðu marga í dansinn, þar báru af Erla Magn. Elísabet og ekki síst Gulla sem lokkaði Guðmund Pétursson út á gólf við mikla hrifningu. Ljósaskreyting í kletti varð enn til að auka á stemningu.
Við áttum svo hálfan dag i Jerasj og og seinni hluta þess dags kom í ljós, að marga skorti margt öldungis bráðnauðsynlegt og var bætt úr því af myndarskap.
síðasta kvöld Jórdaniu var svo farið á skemmtilegan veitingastað þar sem áður var vagnlestastöð frá tímum Ottómana. Þar voru nokkrar verslanir og meira að segja viðkomandi JK sá að kjól vantaði sárlega og var bætt ur því
Gurri og Stefanía komu til kvöldverðar með okkur á Amman West og var ánægjustund.
Öllum hugnaðist vel að hitta þær.
Muna :Fundur og myndakvöld vegna Egyptalands verður nk mánudagskvöld eins og viðkomandi nefnd hefur tilkynnt.
Nú er ég duggulíti lúin en verð insjaalla búin að jafna mig á morgun og skrifa þá smá hugvekju
Takk fyrir magnaða ferð.