Maher málin

Mér finnst það í frásögur færandi að hópurinn sem fór nú síðast til Sýrlands/Jórdaníu hefur staðið sig glæsilegast í að greiða fyrir því að við getum boðið Maher Hafez til Íslands í sumar.
Þegar þetta er skrifað hafa 24 af 28 (nettó) þátttakendum í ferðinni borgað inn á reikninginn minn hinar umbeðnu 2 þúsund kr.

Eins og kom fram á aðalfundinum um daginn hefur metið fram að þessu verið hjá "litla" hópnum sem fór í apríl 2002. Í þeirri ferð voru 13 og þar af hafa 10 borgað.

Í hópnum í september 2003 voru (nettó)28 og hefur innan við helmingur lagt í Mahersjóðinn eða 13.
Í hópnum í apríl 2004 þegar þessi hugmynd var sett fram voru (nettó) 39 og hafa 20 greitt.
Þá skal getið um hópinn í september 2004 þegar samtals 22 (nettó) voru í hópnum að 15 hafa innt þessa greiðslu af hendi.

Mér finnst líka ástæða til að taka fram að þrír VIMA félagar sem hafa ekki kynnst Maher hafa lagt fram sinn skerf.
Allt er þetta forvitnilegt rannsóknarefni sem ég deili hér með ykkur. Og þakka þeim fyrir sem hafa lagt þessu lið en þrátt fyrir græna vonarlitinn sem ég setti í pistil um málið á dögunum brugðu aðeins tveir úr fyrri ferðum við og borguðu.
Hugsanlegt er að menn séu ekki með á hreinu hvort þeir hafi borgað eða ekki. Þá er bara að senda mér línu, elskurnar mínar. Ég er með mína pottþéttu lista.