ÍRANÁÆTLUN VERÐUR SETT INN 'I VIKUNNI -JEMENFARAFUNDUR Á MORGUN

´Hef fengið í hendur mjög fýsilega áætlun um Íran sept 2006 og sit nú og reikna út flugfargjald. Vonandi get ég sett hana inn í vikunni, þ.e. í grófum dráttum og ekki víst að endanlegt verði liggi þá fyrir. Ég býst við hún verði 15 dagar. Fylgist því með.

Jeme/Jórdaníufarar sem fljúga út á sunnudag mæta til fundar í gamla Stýrimannaskólanum mánudag kl. 5 og sækja farmiða og endurbætta áætlun og fleira.

ENN EITT og það ættuð þið að láta ganga:
Ætla að halda fund í byrjun júní ef guð lofar með þeim sem hafa sýnt áhuga á ferðunum 2006. Nánar um það seinna en gjörið svo vel að láta þetta berast svo vel verði mætt á þann fund. Skal tekið fram að Óman og Íran eru að fyllast því hópur verður ekki fleiri en 22 í hvora ferð. Allmargir hafa tjáð sig áhugasama um Sýrland/Jórdaníu eða Líbanon um páskana og slæðingur er einnig spenntur fyrir Jemen. Margir hafa komið að máli við mig og sagt frá vinum og kunningjum sem vilja taka þátt í þessum ferðum og því mælist ég eindregið til að þið látið þá hafa síðuna svo þeir geti fylgst með. Er ekki viss um að ég fari í Sýrland í haust. Þó gæti það verið ef næg þátttaka er fyrir hendi. Allt þetta skyldu menn nú bræða með sér af yfirvegum og í rólegheitum og svo verðum við í sambandi þegar ég kem heim.

En fylgist sem sagt með Íransáætlun. Hún lítur ansi girnilega út. Sömuleiðis er ég að bíða eftir tilboði í skikkanlega ódýra flugferð til Ómans.