ENDURBÆTT ÓMAN'AÆTLUN - lítið endilega á

Ég hef endurunnið Ómanáætlunina og við það fengist sitt af hverju: við skoðum meira og fáum þar af leiðandi meira fyrir okkar snúð. Að vísu eru kvöldverðir felldir niður en mér finnst svo margt annað fást, svo sem flestir hádegisverðir, aukaflugferð innan Ómans, skoðunarferðir, siglingar og fleira að ég er mjög sátt við ferðina í þessari mynd og vona þið verðið það líka.
Hún hefst 1.febr og lýkur 16. febr. Við fljúgum með Flugleiðum til Frankfurt og þaðan með Royal Jordanian. Á heimleið er farið til London og flogið þaðan heim.
Mér kæmi vel ef þátttakendur í Ómanferð vildu láta mig vita hið allra allra allra fyrsta hvort einhverjir vilja eins manns herbergi - vel að merkja, það gjald lækkar um 50 dollara þótt tvær nætur hafi bæst við. Og heildarverðið helst óbreytt.