Ferðasaga frá Jemen/Jórdaníu. Lítið á hana

Í gær sendi þátttakandi í Jemen/Jórdaníuferð í maí sl. mér ferðasöguna. Hún sagðist hafa skrifað hana til að þurfa ekki einlægt að endurtaka allt. En kannski var hún líka að þessu- eins og hún leiðir getum að sjálf - til að glöggva sig á ferðinni og á sjálfri sér í ferðinni og allt það.
Mér fannst alla vega sagan skemmtileg og bað Erlu leyfis að setja hana á síðuna. Hún féllst góðfúslega á það. Alltaf er skemmtilegt að fá nýtt sjónarhorn og hún tekur líka eftir ýmsu sem ég geri ekki sérstaklega. Rétt eins og er í ferðalögum þar sem atburðir, stemning og staðir höfða til okkar á mjög mismunandi vegu.
Kíkið á hérna til hægri. Ferðasaga frá Jemen/Jórdaníu eftir Erlu Magnúsdóttur.

Nokkrir á listanum mínum hafa ekki staðfest sig á fundinn. En þeir eru ekki margir og ég bið þá að gera það. Ef allt fer að líkum verður ansi margt fólk og ég vona að menn komi stundvíslega. Það er nauðsynlegt.

Bendi svo áhugasömum um Óman að áætlunin er komin á línkinn sinn. Tek fram að það gæti komið til mála að lengja þá ferð um 2-3 daga og ég áskil mér rétt til að gera smávægilegar breytingar á því plani. En hún verður í öllum meginatriðum á þessa leið.

Og nú fer ég sem sagt í Suðursveitina.