FUNDARDAGUR ÁKVEÐINN- 21.júní kl. 17,30

Vinsamlegu VIMA félagar.
Þá er klappað og klárt að fundur um ferðir 2006 verður í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu(fyrir enda Stýrimannastígs) þriðjudaginn 21.júní kl. 17,30.
Þar mun verða skrafað og skeggrætt um ferð til
ÓMANS 1.-2febr-16-17.febr.
Egyptaland um miðjan mars
Sýrland/Jórdanía í apríl
Jemen/Jórdanía í maí
Íran í september.

Verð með áætlanir og þær harla nákvæmar og sömuleiðis er ég með diska með myndum frá öllum áfangastöðunum.

Í augnablikinu er ég með á listum mínum yfir áhugasama 22 í Óman, Sýrlands/Jórdaníuferð eru 19, Jemen/Jórdanía eru 12, Íran eru 26.
Allt þetta fólk og fleiri mættu bætast við VERÐUR að mæta eða láta vita af sér. Það er mikilvægt því ég þarf að skila farþegalista mjög snemma fyrir Óman og Sýrland er með hvað mesta trafik á þeim tíma sem ég plana þá ferð svo það þarf einnig drjúgan aðdraganda. Jemen/Jórdanía verður að komast að mestu á hreint fyrir septemberlok og Íran þarf sömuleiðis allnokkra sinnu.

Allmargir hafa látið mig vita þegar að þeir vilji sækja þennan fund en ég hef þó ekki heyrt í öllum sem hug höfðu á að fylgjast með ferðunum. Þess vegna bið ég ykkur lengstra orða að láta þetta ganga til þeirra sem þið kannist við og vitið að eru að pæla í þessum reisum johannatravel. Einnig að hafa samband við þá sem hafa ekki imeil og svo til annarra þeirra sem fara ekki reglulega inn á póstinn sinn.

Við fáum okkur te og kaffi og rúsínur og eigum þarna saman góða stund. Þeir sem hafa þegar látið mig vita þurfa ekki að staðfesta sig aftur en vonast til að heyra frá æðimörgum enn. Sjáumst sem sagt 21.júní kl. 17,30.
Það stendur svo það sem ég skrifaði í gær að fullkomin Ómans og Íransplön verða sett inn á síðuna á morgun eða miðvikudag.