Munið að greiða félagsgjöldin í VIMA á fundinum í dag

Góða kvöldið öll
Fyrst skal frá því greint að allnokkrir hafa snöfurlega greitt inn á Fatímureikninginn eftir að fregnir komu af því að nú er útlit fyrir að þau mál fari að skýrast. Það vekur mér hina mestu kæti og takk fyrir það.

Þá hefur Vera Illugadóttir, aðstoðartækniststjóri, johannatravel vitanlega leyst málið með Ómandiskinn svo nú geta menn horft á myndir þaðan á fundinum á morgun.

Einnig er ég með prýðilegan Íransdisk og slatta af diskum frá Jemen, Jórdaníu og Sýrlandi og einn úr Egyptalandsferðinni. Þá er tilbúinn búnki af áætlunum um allar ferðirnar og vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfi.

Gjaldkeri VIMA, Guðlaug Pétursdóttir og væntanlegur Ómansfari, mun mæta á svæðið og veifa rukkunarhefti því nú væri ráð að greiða félagsgjöldin. Þau eru nú ekki há, 2000 kr. og nokkir hafa raunar innt þessa greiðslu af hendi án þess að vera rukkaðir. Það skal á það bent að félagsmenn í VIMA hafa forgang í ferðirnar.

Um miðjan ágúst er væntanlegur hingað til lands í heimsókn palestínskur blaðamaður sem hefur verið búsettur í Danmörku síðustu áratugina. Hann hefur sérhæft sig í Óman og mun halda myndasýningu þaðan og flytja fyrirlestur m.a. um Óman og verður sagt frá því betur þegar nær dregur og ástæða til að hvetja VIMA félaga til að fylgjast með því, hvort sem þeir hugleiða Ómanferð núna eður ei.

Svo minni ég menn á að koma stundvíslega kl. 17,30 á fundinn á morgun, þriðjudag 21.júní.
Sofið blítt og rótt.