ÁRÍÐANDI UM ÓMAN OG ÍRAN

Það er blessuð blíðan eins og fyrri daginn.
Áríðandi að menn viti að n.k. þriðjudag, í síðasta lagi miðvikudag liggur pottþétt og frágengin Ómanáætlun fyrir, þar sem nákvæmlega er tekið fram allt sem við gerum þar og hvað er innifalið og hvað ekki. Vinsamlegast áhugasamir Ómanfarar fylgist með því. Get staðfest að við munum nota Royal Jordanian frá Frankfurt eða London til Múskat höfuðborgar Óman og til baka og ég veit að þeir sem hafa t.d. verið í Jemen/Jórdaníuferðum og flogið með RJ munu kætast yfir því.

Þá er ég að hnýta síðustu hnútana á Íranferðina í september 2006 og fullkomin áætlun mun birtast á allra næstu dögum. Fylgist vinsamlegast með því.

Ágætt ef væntanlegir þátttakendur vilja síðan prenta út þessar áætlanir ÞEGAR þær hafa verið endurbættar og hafa með sér á fundinn sem ég ætla að halda fljótlega.

Bendi á að ég verð ekki með ferð í haust þar sem ég þarf að sinna öðru verkefni í september. En hef þegar fengið fregnir af því að páskaferðin er að verða ansans ósköp vel skipuð. Mun í þeirri ferð halda mér við sams konar áætlun og var nú í apríl og Jórdanía verður inni og ég bíð með að taka Líbanon aftur. Enda virtist þetta plan vera til fyrirmyndar. Reikna einnig með að halda mér við þau hótel sem við notuðum í þeirri ferð og finnst kjörið að við gistum eina nótt í Eyðimerkurbúðunum eins og síðast. Það var svo frábært.
Vek athygli á að ferðin til Sýrlands og Jórdaníu er í apríl og páskar koma þar inn í.

Einnig mæltist sú breyting vel fyrir sem ég gerði á Jemenáætluninni nú síðast svo fyrir að ég ætla að fylgja henni í næstu ferð, maí 2006.

Margir hafa látið mig vita um að þeir vilji gjarnan koma á fundinn um ferðirnar 2006 og gott er það allt saman. Vil taka fram að fólk skuldbindur sig ekki þó það mæti til fundarins - en trúlega verð ég að vera nokkuð snemma með farþegalistann til Ómans.

Vek athygli á því að endurbætt Egyptalandsáætlun er komin. Klikkið á þann link. Okkur Ragnheiði Gyðu fannst að fenginni reynslu, nauðsynlegt að lengja ferðina um 3 daga því of lítill tími vannst til að vafra um í Kairó. Einnig bætti ég við degi í Aswan. Nokkrar aðrar breytingar og vænti ég að allar verði til bóta og aukinnar ánægju.

Þá er það af Mahermálum að frétta að hann hefur nú skilað inn í Danska sendiráðið í Damaskus öllum þeim plöggum sem íslensk stjórnvöld óska eftir og fær vonandi vegabréfsáritunina um 20.júní og ætti þá að geta komið skv. áætlun um 6.júlí.

Sem sagt mín ljúfu: fylgist vandlega með og einnig dagsetningu margnefnds fundar. Ætla að ganga frá því dæmi á morgun. Sæl í bili - ætti maður ekki að drífa sig út í garð og sýna lit á að hreinsa öggulítið. Sjáum til með það.