Þá er að hnýta síðustu lausu Maherendana

Nú hefur verið haft samband, annað hvort með tölvupósti eða hringingum við velflesta sem tóku þátt í að styrkja komu gestsins okkar, Maher Hafez. Þó gengur nokkuð brösuglega að koma skilaboðum áleiðis og er eðlilegt því sumarleyfistíminn er vitanlega í hámarki.

Mig langar að ítreka við þá sem hafa ekki svarað að gera það og þakksamlega er þegin aðstoð þeirra sem ef til vill geta komið boðum áleiðis til þeirra sem eru út og suður.

Maher kemur síðdegis á miðvikudag og áætlun um hvað hann aðhefst liggur meira eða minna fyrir og má þó sannarlega alltaf bæta einhverju við og m.a. vantar nokkra "sjálfboðaliða" í stuttar ferðir eða lengri.

Við höfum svo ákveðið kvöldverðarboðið og hefur gengið vel að fá svör en vildi gjarnan heyra frá fleirum. Margir lögðu málinu lið og um að gera að fá sem flesta í gleðskapinn og því bið ég ykkur að svara imeili hið skjótasta og tilkynna þátttöku eða láta vita ef þið getið ekki komið.