Maher floginn

Þá er gesturinn okkar Maher Hafez floginn og þegar ég skrifa þetta er hann líklega hálfnaður til Kaupmannahafnar. Þar er stutt bið og síðan snarar hann sér til Búdapest og áfram til Damaskus. Þetta er nákvæmlega sama leið og við notum í ferðunum.

Eins og fram kom buðu Hulda og Örn honum á hestbak og var það 2ja og hálfs tíma reiðtúr upp frá Laxnesi. Hann var ákaflega ánægður og lofaði hrossið mjög en hafði láðst að spyrja hvað það héti.
Í gærkvöldi komu þeir saman sem hafa farið með Maher í ferðirnar vítt og breitt um landið. Einnig nokkrir sem hafa ekki vegna fjarvista af landinu getað verið með. Þetta var vænt og elskulegt og margir gáfu honum myndir úr ferðinni og einhverjir færðu honum Íslandsbækur og fleira.
Elísabet færði honum eftirfarandi ljóð

THE MAHER-POEM
How can it be,
a man so gentle
and polite
is like a melting pot.

Is it because
he is so gentle
polite and is stepping
his toe on Reykjanesstá,

calling the ocean
with his mobilephone.

Ég keyrði svo glaðan og ánægðan Maher út á Keflavíkurflugvöll laust fyrir hádegi. Hann bað fyrir kveðjur til allra VIMA félaga og fjölskyldna þeirra og líka þeirra sem hann hitti ekki.

Held að við getum verið stolt af okkur og allt hafi tekist fagnandi.