ÓMANDagsetningar eru pottþéttar

Góðan daginn.
Hvorki meira né minna en sól. Það liggur við maður líði í ómegin af undrun.

Bendi ykkur á pistil Margrétar Hermanns Auðardóttur um ferð Mahers í Þjórsárdal og Landmannalaugar hér fyrir neðan.

Maher er nú á flakki um Borgarfjörð. Kannski kominn út á Snæfellsnes. Akurnesingarnir sjá örugglega um hann með sóma.

Vil ekki láta hjá líða að greina frá því að LOKSINS eru komnar fastar og pottþéttar dagsetningar á Ómanferðina. Hefst 30.jan. og lýkur 14.febr.

Ætla að hafa fund um ferðina í kringum 20.ágúst og menn þurfa að borga staðfestingargjald þá eða ekki síðar en 1.sept.
Eins og stendur eru nokkrir enn óákveðnir og þeir þurfa að gera upp hug sinn fyrir fundinn eða í síðasti lagi á fundinum. Muna það.
Get tekið nokkur fleiri nöfn ef einhverjir detta út. En það verður að vera fljótlega því Ómanferðina þarf í fyrsta lagi að borga fyrr en hinar og í öðru lagi þarf ég að senda vegabréfsupplýsingar og nafnalista ekki síðar en 15.desember. Gjöra svo vel og hafa samband hið allra fyrsta.
Allmargir eru ákveðnir og ég veit um þá. Mun svo hafa samband við þátttakendur með skikkanlegum fyrirvara.