'Otrúleg framkoma starfsmanna danska sendiráðsins

Jú, núna rétt áðan var danska sendiráðið í Damaskus að stimpla áritunina í vegabréf gestsins okkar, Maher Hafez. Það er engu líkara en Danir hafi verið ákveðnir í að sýna veldi sitt með því að draga allt fram á síðustu stundu. Jafnvel þó yfirmenn Útlendingastofnunar og fleiri áhrifamenn væru búnir að hafa samband og biðja þá að flýta málinu - enda eru nú tveir mánuðir rífir síðan ég sendi fyrsta bréfið.
En loksins er íslensk áritun komin og mikið er mér létt.

Vil svo benda þeim á sem ætla að taka þátt í kvöldverðinum með Maher og ekki hafa haft samband að láta mig vita SNARLEGA því við þurfum að tilkynna fjölda. Slatti af hjónafólki sem lagði í sjóðinn á t.d. eftir að tilkynna sig.

Þakka fyrir bréf frá þeim sem bjóða fram nærveru og aðstoð á meðan á veru hans stendur.