Árgjald verður að greiða FYRIR ferðir

Stjórnarkonur í VIMA hittust í gær til þess að rabba um hvernig til hefði tekist með heimsókn Mahers Hafez og ég orðlengi ekki um það en færi öllum þakkir fyrir einstaklega góðan og rausnarlegan hug meðan á henni stóð, í orði og ekki síður í verki.

Einnig var ástæða til að ræða innheimtu félagsgjalda. Til að uppfyllt séu öll skilyrði samgönguráðuneytis er nauðsynlegt að allir hafi greitt árgjöld VIMA áður en þeir fara í ferðirnar. Því hvet ég þá sem skulda árgjöld - og nú verður senn farið að innheimta fyrir komandi tímabil - að gera skil.

Reikningsnúmerið er 1151 26 2443 og kt. VIMA er 441004-2220 og árgjaldið er 2.000 krónur sem fyrr. Þeir sem eru ekki með á hreinu hvort þeir hafa greitt árgjald geta haft samband við gjaldkera VIMA, Guðlaugu Pétursdóttur, gudlaug.petursdottir@or.is
og hún flettir því upp snarlega og lætur ykkur vita.

Þetta er áríðandi að menn hafi á hreinu til að allt sé nú í stakasta.

Við spjölluðum líka um hina fyrirhuguðu heimsókn Palestínumannsins Husseins Sjehadeh sem kemur um miðjan mánuðinn í boði Borgarbókasafnsins og heldur fyrirlestur um Óman í húsakynnum safnsins í Tryggvagötu á menningarnótt. Ljósmyndir hans frá Óman verða á veggjum og safnið hyggst setja upp smásýningu með gripum og munum frá Arabalöndum. Ég veit að margir luma á ýmsu skemmtilegu og hvet þá til að hafa samband við JK ef þeir vilja lána eitthvað á sýninguna. Takk fyrir það.

Einnig var væntanlegt vetrarstarf til umræðu og verður kynnt betur síðar.

En munið félagsgjöldin. Verður ekki nógsamlega lögð áhersla á að :ÞAÐ ER AÐKALLANDI AÐ HAFA Í LAGI.