Listi yfir stúlkurnar okkar í Jemen

Það er haustblíðan í dag. Trúlega aðeins volgara í Íran og ágætt að kynna sér hvernig hitastig er þar á þessum árstíma vegna hópanna tveggja að ári.

Hér á eftir er listi yfir 27 - segi og skrifa 27- jemenskar stúlkur sem munu njóta stuðnings íslenskra í vetur og væntanlega lengur.

1. Sara Mohammed Saleh Hussein 8 ára og er í fjórða bekk - Erla V Adolfsdóttir
2 Uesra Mohammed Saleh Hussein 7 ára og er í öðrum bekk - Dóra Þórhallsd/Magnús B. Einarsson
3. Hyefa Salmane Hassan 9 ára, í 4. bekk - Ingunn Mai Friðleifsd
4. Anise Nagi Ali 11 ára og í 5.bekk- Valgerður Kristjónsdóttir
5. Gedah Mohammed Ali, 13 ára í 7. bekk -Þóra Jónasdóttir
6. Safa Nagi Ali Yusef 13 ára í 5.bekk - Sigríður Halldórsdóttir
7. Takeyah Ahamed Almatree, 7 ára og er í 1.bekk - Dominique Pledel Jónsson
8. Fatten Bo Belah, 13 ára og í 3.bekk - Guðrún Halla Guðmundsdóttir
9. Leebia Mohammed Alhamery, 12 ára og er í 5.bekk - Guðlaug Pétursdóttir
10.Afrah Yehyeh Alhagory 12 ára og er í 3.bekk - Guðlaug Pétursdóttir
11. Suzan Alhamley 12 ára og er í 7.bekk - Fatimusjóður
12. Amal Kandach 7 ára og er í 3.bekk- Margrét Guðmundsdóttir
13. Zaynab Kandach, 8 ára og er í 3.bekk - Fatimusjóður
14. Nassim Aljoneed, 10 ára og er í 4 bekk - Jóhanna Kristjónsdóttir
15. Shemah Alijoneed, 8 ára og er í 3 bekk - Fatimusjóður
16. Yesmin Jamil Alsalwee, 12 ára og í 5. bekk - Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
17. Hind Bo Belah, 8 ára og er í 2.bekk - Guðrún Ólafsdóttir
18. Hayat Almatree, 10 ára og í 5 bekk - Inga Hersteinsdóttir
19. Hanak Almatree, 17 ára og í 2. bekk í framhaldsskóla - Ragnheiður Gyða og Oddrún Jónsdætur og Guðrún Valgerður Þórarinsd.
20. Hanan Almatree, 12 ára og í 6. bekk - Jóna Einarsdóttir
21. Sara Mohammed Al Rymee, 9 ara og er i 4.bekk - Sigríður G. Einarsdóttir
22. Rasha Abdo Hizam, 9 ara og er i 5.bekk - Hulda Waddel og Örn Valsson
23. Khload Mohammed Ali, 8 ara og er i 2.bekk - Stella Stefánsdóttir
24. Bosara Ali Ahmed, 8 ara og er i 3.bekk - Margrét Pálsdóttir
25. Tahanee Abdallah Husseen, 7 ara og er i 1.bekk - Zontaklúbburinn Sunna
26. Saadah Abdallah Ali, 8 ara og er i 1.bekk - Zontaklúbburinn Sunna
27 Dekra Hatem Mhdee, 11 ara og er i 6.bekk - Fatímusjóður

Þetta er mér eins og ævintýri hve vel hefur gengið. Ef einhverjir vilja bætast við enn þá geta þeir gengið inn dæmið í sem styrktarforeldrar þeirra stúlkna sem nú fá beint úr Fatímusjóði og sjóðurinn mun þá nota meiri peninga til að styðja við tvær eða þrjár sem eru komnar í framhaldsskóla og helst eina í háskólanám.
Hér með er öllum óskað til hamingju og þakkað virktavel. Ég hef sent greiðslu fyrir allar stúlkurnar og þær njóta nú öryggis og skólavistar í ár. Það er gleðiefni í meira lagi.
Eg vaenti thess ad menn athugi ad thessar stulkur hefdu ekki komist i skola ef ekki hefdi hjalpsemi islenskra komid til. Tha geta thaer sem voru byrjadar haldid afram og thaer sem eru ad fara i 1.bekk voru a bidlista.

Nú er ég svo í stússi og veseni að hnýta síðustu hnúta fyrir ferðina mína til Írans og Armeníu í fyrramálið. Auðvelt er að komast á netkaffi í Íran og að öllum líkindum í Armeníu líka svo ég vonast til að skrifa inn á síðuna reglulega.
Ég mun ekki hafa nein tök á að láta vita af því eins og ég geri nú svo þið verðið að fara inn á síðuna sem oftast og kanna hvort þar kynnu nokkur vel valin orð að hafa hrotið úr minni tölvu. Svo má gjarnan skrifa skilaboð hér fyrir neðan/nú senda imeil á venjulegan hátt.
Sæl að sinni.