'OMANFARAR komu saman á fund - Jemenstúlkur orðnar tuttugu



Ef mér tekst ekki að klúðra þessu á að birtast mynd af flestum þeirra sem ætla í VIMA-ferð til Ómans í febrúar á næsta ári. Við hittumst í vikunni og fórum yfir áætlunina, skröfuðum og skeggræddum og hlustuðum svo á Hussein Sjehadeh segja smávegis frá Óman sem hann kann góð skil á. Svo var drukkið kaffi og te og menn gæddu sér á döðlum og sýrlenskum smákökum.
Hann talaði um að senda til mín Ómanspólur svo væntanlega hittist hópurinn aftur í janúarbyrjun, snarlar saman og horfir á myndir frá Óman
Mohammed Túnisi er annar frá vinstri, hann kom sem gestur á fundinn.
Á myndina vantar Margréti Guðmundsd, Guðrúnu Margot og Birnu Sigrúnu sem þurftu að fara áður en myndatakan skall á, Hertu sem forfallaðist vegna skyndilegrar uppákomu og Helgu Þórarins sem var að vinna. Sömuleiðis vantar Erlu Vilborgu sem var í skólanum sínum.
Nú hef ég ekki myndina fyrir framan mig - kann það altso ekki- en á menni eru
Magnús Kristjánsson, Gísli B. Björnsson, Lena Margrét Rist, Brynjólfur Kjartansson, Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Herdís Kristjánsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sara Sigurðardóttir, Birna Karlsdóttir, Guðmundur Pétursson, Halla Guðmundsdóttir, Þóra Jónasdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Gunnþór Kristjánsson, Inga Ingimundardóttir, Dagbjört Snæbjörnsdóttir og JK.

Varðandi Jemenstúlkurnar okkar:
Alls tuttugu jemenskar stúlkur - segi og skrifa tuttugu stúlkur- hafa nú fengið styrktarforeldri svo þær geta drifið sig í skóla nú á næstu dögum. Mér finnst þetta gleðilegra en þurfi að orðlengja mikið um það. Ég hef þegar sent ársgreiðslu fyrir fimmtán stúlkur til YARO og sendi fyrir hinar nú eftir helgina. Nokkrir hafa fært í tal að það gæti verið gaman að efna til "foreldraferðar" til Jemens eftir 2-3 ár og gæti það verið sniðug hugmynd og vísast við látum verða af því.

Fæ fimm ný nöfn á mánudag og því geta fleiri skráð sig. Nokkrir hafa ákveðið að vera með án þess að styrkja einhverja ákveðna stúlku - það má hafa hvorn háttinn á. Sú upphæð fer þá væntanlega í að veita stuðning til stúlkna í framhaldsnámi. VIMA-stjórn ætlar að hittast á mánudag og ræða um það.

En ég hvet ykkur sem sagt enn til dáða og að þið hafið samband við mig. Einnig verður á næstunni send 500 dollara upphæð til kvennaverkefnisins í Sjabra/sjatilaflóttamannabúðanna í Líbanon.

Þar sem ég fer í burtu fimmtudag og kem heim um mánaðamótin september/október væri gott ef menn létu heyra í sér ef einhverjir vilja aðstoða þessar fimm nýju stúlkur sem ég fæ nöfn á n.k. mánudag.

Vegna fyrirspurna þar að lútandi: Fundur með Sýrlands/Jórdaníuförum verður um miðjan október. Hef fengið þrjú sæti í viðbót svo ég tek því bætt við í hana.

Ítreka svo og endurtek þakkir mínar fyrir öðlingslegar undirtektir.