Isfahan- perla Irans

Sael oll og vona eg saeki vel ad a heimilinum

Hef nu verid i Isfahan- sem med rettu er nefnd perla Irans- sidustu tvo daga. Isfahan statar af fegurstu moskum, keisarahollum og gordum i landinu ollu og er tha mikid sagt. Um borgina rennur Lifgjafarfljotid og yfir thad eru undurfallegar bryr og undir brunum uir og gruir af litlum tehusum. Thar tylla menn ser i mesta hitanum um midjan daginn. Og thar sat eg i gaer lengi lengi og horfdi a mannlifid i ollum sinum breytileika og drakk te i naestum tvo tima fyrir 16 kronur. I loftinu hangir alls konar skraut og dotari, koparmunir og dinglumdangl og a veggjum eru oft myndir sem listamenn hafa hengt upp getum til yndisauka. Heilu fjolskyldurnar eru tharna lika tvi nu er sumarfri senn a enda og foreldrar virdast nota mikid timann til ad vera med krokkunum sinum.

Hitti i gaer kunningja fra tvi i februar Pezhman Azizi. Hann er gaed og verdur leidsogumadur islensku hopanna hingad. Pezhman er talinn einhver vinsaelastur gaeda medal utlenskra ferdamanna her svo eg hrosa happi ad hafa fengid hann.

Her i Isfahan hefur verid sagt ad thad se sama hvert madur fari, thad blasi alltaf vid fegurd. Thetta hafdi eg ad leidarljosi fyrsta daginn tvi attaskynid starfadi ekki nakvaemlega rett. En thad gerdi ekkert til. Madur stoppar bara naesta mann og spyr til vegar og enginn skilur neitt og allir eru tilbunir ad hjalpa tvi farsikunnatta min og enskuthekking theirra er svona upp of ofan.

Thar sem eg kann stafrofid - fyrir utan thessa fjora bokstafi sem baett hefur verid vid arabiska stafrofid helt eg mig vera nokkud vel i stakk buna. En a thad ber ad lita ad framburdurinn er allt odruvisi og eg veit ekki merkingu ordanna svo thad hrekkur skammt ad stafa sig fram ur theim.
Farsi er miklu mykra tungumal en arabiskan svona eftir tvi sem mer heyrist. Ekki thessu sterku hljod og hnykkingar sem einkenna arabiskuna.

For i langa rannsoknarferd i gaer um adalmosku Isfahan Imam moskuna sem er morg hundrud ara gomul og svo otruleg ad byggingarlist og gerd ad madur fellur i stafi hvad i hvad. Fyrir framan hana er staersta lokada torg i heimi og thar eru morg hundrud verslanir med allt sem til er i heiminum liggur mer vid ad segja. Sidan tekur vid enn lengri markadur. Eg for ad hitta minaturlistamann sem eg komst i kynni vid sidast. Myndirnar hans eru ekki thaer odyrustu en thaer eru einstakar ad gerd og listfengi.

Shahpar ferdaskrifstofustyra hefur ahyggjur af tvi ad hotelid mitt her vaeri ekki nogu gott og raunar er herbergid mitt svo litid ad eiginlega thyrfti eg ad snara mer i amk fimm kiloa megrun til ad njota min thar. Tvi hefur hun utvegad nytt hotel vid fljotid tvi henni er svo mikid i mun ad eg njoti Isfahan til fullnustu. Thad var nu ad komast upp i vana ad skaskota mer um herbergid mitt en eg slae ekki hendinni a moti thessum nyja stad. Thangad flyt eg svo a eftir og skrifa kannski meira i kvold

Mig langar ad bidja Sigridi Gudmundsd og Hermann Hermannsson ad hafa samband vid mig. Eg er ekki med oll imeil i kollinum og sendi a vitlaust netfang thegar eg reyndi ad hafa samband vid thau i gaer.

Nu aetla eg ad tritla ut i solskinid, tek mer kannski leigubil ut i armenska hverfid. Eda ekki. Eg er i Isfahan og skipulegg eftir hendinni.
Bid ad heilsa i bili.