Arabíukonur í kilju

Fékk af því fregnir að Arabíukonum væru komnar í kiljuútgáfu í verslanir og væri gaman ef henni gengi vel þar.

Drjúgar undirtektir hafa verið við því að Insjallah kæmi út í kilju líka. Eins og ég nefndi býst ég við að þá væri langhyggilegast að ég sæi um þá útgáfu sjálf eins og raunin var með Ást á rauðu ljósi fyrir nokkrum árum. Því stefni ég að því að safna áskrifendum að Insjallah. Það verður bara í rólegheitum enda liggur ekki á að gera það fyrr en eftir jólin. Verðum í sambandi hvað það snertir. Mætti hugsa sér að þeir VIMA félagar sem áhuga hefðu á fengju þá bókina á lægra verði.

En sem sagt Arabíukonur eru komnar í verslanir í kilju og vonandi verður henni tekið af nokkrum áhuga.

Til upplýsinga skal þess getið að elsti ömmudrengurinn minn Kristjón Kormákur Guðjónsson(Elísabetarson) hefur sent frá sér bókina Frægasti maður heims. Hún er nýstárleg og bara ansi vel skrifuð.