Fleiri stúlkur fá styrktarmenn - og myndir berist sem fyrst

Fyrir utan þá sex VIMA félaga sem tóku að sér að styrkja stúlkur í Jemen hafa nú bæst við tvær til viðbótar
Bodore Nagi Obad, 11 ára og í 6. bekk - stuðningsmaður María Kristleifsdóttir
Safa Jamil Al Sawi, 12 ára og er í 5. bekk - stuðningsmaður Guðrún Skúladóttir.

Hef fengið fyrstu myndir og vona að þær streymi til mín á næstu dögum því mér finnst ekkert vit í öðru en uppfylla þessa ósk telpukornanna okkar. Enga hefðarmynd, bara einhverja góða sem þið hafið við höndina.

Þá skal þess getið að Íranferðin er orðin vel skipuð en get bætt við tveimur í hana - ekki fleirum þó. Þarf að vita það sem allra, allra fyrst.

Vona svo að ég heyri frá áhugasömum um Sýrland. Eins og ég minntist á urðu nokkur forföll þar vegna veikinda. Jemen er einnig með laus pláss. Það er þó ekki eins aðkallandi að fólk tilkynni sig í þessar tvær síðarnefndu, þe. Sýrland og Jemen fyrr en í desember. Ómanferðin er uppseld og ég get ekki fengið fleiri sæti í hana enda finnst mér hópstærðin vera hæfileg fyrir fyrstu ferð.

Varðandi Íransferðina í september 2006 er aðsókn mikil og menn þurfa að borga staðfestingargjald í hana upp úr áramótum til að öruggt sé að þeir fái pláss.