Glöðu styrktarmennirnir birtust samstundis

Það er mér hin mesta gleði að segja frá því að ég hafði varla sett inn á síðuna í gær að þrjár jemenskar stúlkur væru styrktar af Fatimusjóðnum én ef einhverjir vildu taka þær að sér - ja, þá buðu sig fram stykrarmenn. Svo allar stúlkurnar eru nú styrktar af einkafólki.

Af því tilefni sendi ég út í morgun nöfn á þeim nýju sem tóku við stúlkunum og bað jafnframt um einar tíu nýjar stúlkur, helst á framhaldsskólaaldri 13-16 og tvær á háskólaaldri sem Fatimusjóðurinn mundi þá taka að sér.

Ég hef velt því fyrir mér hvort við ættum að fara með þetta í fjölmiðla og fá þá fleiri en að svo komu máli ætla ég að bíða með það. Mér finnst þetta glæsilegt og ef við fáum nokkrar eldri líka til að styrkja er alveg nóg að halda utan um þetta í bili og kynna svo málið þegar ég hef farið þarna út í nóvember og gengið úr skugga um að allir peningar renni á rétta staði.

Auðvitað er fagnaðarefni ef menn vilja taka þátt í með Fatimusjóð að styðja við fleiri stúlkur og ljómandi ef þið hafið samband um það.

Guðrún Valgerður Bóasdóttir og Elvar Ástráðsson hafa tekið að sér Zaynab Kandach og Ingunn Mai Friðleifsdóttir sem einnig styður Hyefu Salmane Hassan hefur tekið að sér stúlkurnarnar Suzan Al Hamley og Shemah Alijoneed til viðbótar.
Kærar þakkir.