MYNDIR AF OKKUR- hvernig væri það?

Góðan daginn, félagar. Meiri kuldablíðan úti.

Það var minnst á við mig á fundinum hvort styrktarmenn Jemenstúlknanna ættu að senda þeim smágjafir sem ég tæki með mér þegar ég fer út eftir tíu daga eða svo.

Í gær kom hins vegar imeil frá YERO-konunum í Sanaa og þær spyrja kurteislega hvort möguleiki sé á því að ég geti komið með myndir af styrktar/fósturfólki stúlknanna. Þær langi mjög til að eiga myndir af þeim sem hjálpar þeim. Þær sögðust einnig óska eftir heimilisföngum svo stúlkurnar gætu verið í beinu sambandi og þann lista mun ég útbúa og færa þeim. Þær tóku fram að stúlkurnar gætu ekki notað tölvumyndir og langaði í alvörupappírsmyndir.

Myndir af stúlkunum verða svo færðar öllum sem hlut eiga að máli þegar ég kem aftur.

Þessu beini ég nú til ykkar. Mér finnst þetta þjóðráð. Bregðið við skjótt og uppfyllið þessa hógværu ósk og póstið til mín mynd af ykkur. Myndir þurfa að vera í mínum höndum ekki síðar en fimmtudag/föstudag í næstu viku.
Athugið að tvær styrkja fleiri en eina stúlku og ég þarf því myndir í samræmi við það. Zontaklúbbur sem styrkir tvær stúlkur- getið þið ekki sent annað hvort hópmynd eða mynd af formanni klúbbsins? Heimilisfang mitt er Drafnarstígur 3, 101 Reykjavík
Svo er hér listi yfir sex stúlkur sem nú eru studdar af einstaklingnum í VIMA.

Abir Abdo Al Zabibi - Ólöf Arngrímsdóttir
Fatima Al Yushi- Herdís Kristjánsdóttir
Nagia Sjukri Najib- Ólöf S. Magnúsdóttir
Asia Najib- Eva Júlíusdóttir
Amal Moh. Al Remi - Birna Sveinsdóttir
Fairouz Al Hammyari - Ragnhildur Árnadóttir