Orðsending til ferðalanga og lítil frásaga um fund

Góða sunnudagskvöldið

Fundur með væntanlegum Sýrlands/Jórdaníuförum var á laugardaginn og gekk ljúflega fyrir sig. Drukkum te og kaffi og borðuðum yfirmáta sætt íranskt sælgæti. Farið var yfir ferðaáætlun og lagðar helstu línur, svo sem varðandi tryggingar og greiðslumál. Öllum var bent á að það er skilyrði að vera félagi í Vináttu- og menningarfélagi Miðausturlanda og var því tekið blíðlega af þeim sem eru það ekki þegar fyrir. Skulu menn því drífa sig í árgjaldagreiðsluna og fylgja síðan greiðsluplaninu sem ég afhenti. Þetta var ljúfur fundur og um margt skrafað. Síðan hafa tveir bæst við og ég get tekið fáeina í viðbót því ferðaskrifstofan ann okkur heitt og hliðrar til.

Þetta á einnig við um Íransfara í mars. Eins og ég sagði mönnum frestaði ég þeim fundi þar sem fólk var úti um víðan völl. Við hittumst vonandi í nóvemberlok. En fyrir þann tíma þarf að greiða staðfestingargjald og svo fyrstu greiðslu um mánaðamótin. Vinsamlegast gerið það skilvíslega því ég verð að standa í skilum við alla sem eiga að fá greiðslur og þær verð ég að inna af hendi á ´hárréttum tíma. Skal tekið fram að ég sé að einn Íransferðalangur hefur þegar greitt staðfestingargjaldið og takk fyrir það. Sendi öllum áætlun svo þetta ætti að vera á hreinu.

Bandi ykkur á að undir linknum Hentug reikningsnúmer er annars vegar að finna reikningsnúmer VIMA og kt. og einnig er reikningurinn sem skal einvörðungu nota til að greiða staðfestingargjald og inn á ferðirnar.

Sofið svo blítt.