Allir Ómanfarar í góðum málum - bendi á sitthvað

Góða kvöldið
Sálarlaus enn og aðeins fáein orð. Hef tjekkað Ómanfara sem allir hafa staðið í skilum og er það lofsvert. Sömuleiðis eru Íranfarar í góðu standi og hafa gert skil. Það er hið ánægjulegasta. Sýrlandsfólk er aðeins á eftir en hef minnt á.

Bið þá þrjá styrkja Jemenstúlkur og höfðu ekki tök á að koma myndum til mín að senda mér í pósti. Það er leitt ef þrjár verða útundan.

Eins og tilkynnt hefur verið er fundur með Íransförum 3 des kl 2 í gamla Stýró.

Að honum loknum eða kl. 3,30 mæti svo styrktarmenn á stuttan fund þar sem ég afhendi myndir og upplýsingar.

Nokkrir hafa þegar tilkynnt sig sem styrktarfólk stúlknanna sem hefst eftir áramót, þe. fyrir stúlkur 15-20 ára og eru ólæsar. Fleiri mættu bætast við. Ef vinir eða kunningjar hafa áhuga á að leggja hönd á plóg eru þeir velkomnir á fundinn kl 3,30 þann 3.des.

Bið ykkur allra alúðlegast að láta þetta ganga.