Gleðilegt myndastreymi á Drafnarstíg - er svo á leið til miðaustursins

Góðan daginn, góðir hálsar.
Klukkan er að verða hálf fimm á sunnudagsmorgni og ég er að bíða eftir félaga úr niðjatalinu sem skutlar mér út á Keflavíkurflugvöll.

Sem betur fer var gestkvæmt hjá mér síðustu tvo dagana af myndafólki og það er þakkað virktavel. Þrjár stúlkur fá þó ekki myndir en verður vonandi hægt að bæta úr því síðar. Ég hitti stelpurnar allar 19.eða 20. nóvember og mér skilst að þær YERO konur hafi tekið myndir af þeim handa hverju og einu styrktar"foreldri."

Fer í dag til Jórdaníu og gisti þar og annað kvöld áfram til Ómans. Það er tilhlökkunarefni allt saman og verður forvitnilegt að hitta ferðaskrifstofufólkið okkar í því landi en ég hef aðeins verið í sambandi við það í gegnum imeil. Einnig að fara yfir planið okkar þar og tjekka á að allt gangi vel fyrir sig í febrúarferðinni.

Ég verð í Óman til 15. nóv. En þá þeysi ég yfir til Damaskus að hitta Abdelkarim ferðaskrifstofuforstjóra og náunga úr hinum ýmsu ráðuneytum menningarmála og ferðamála til að ganga frá Stuðmannadæminu. Flýg niður til Jemens þann 18.nóv og er með hrúgu af kveðjum í pússi mínu frá félögum á alla þessa staði.

Allir Ómanfarar hafa samviskusamlega greitt nóvembergreiðslu. Íranfólk í mars, en sá hópur er nú fullskipaður líka þarf aðeins að hnippa í sig og ljúka greiðslu. Og ég er dálítið hnuggin yfir því að Sýrlands/Jórdaníuhópurinn - sem þarf að fjölga í-hefur ekki klárað. Nokkrir hafa leitað eftir upplýsingum um ferðina sl. daga og ættu ekki að bíða lengi með að tilkynna sig.

Vantar meira að segja vegabréfsupplýsingar enn frá nokkrum og því verður að kippa í liðinn. Athugið það endilega því nú þarf ég að reiða fram greiðslu í þá ferð 15.nóvember, og síðan aftur um mánaðamótin nóv/des.

Stefanía Khalifeh, ræðismaður í Amman og vinkona mín hefur svo boðið mér að búa hjá sér síðustu 2 dagana og þá hitti ég væntanlega Discoverymenn og Sami leiðsögumann.

Mun skrifa reglulega inn á síðuna og vona að menn verði ötulir í að kíkja í heimsóknir. Kem heim 24.nóv insjalla.
Bless í bili.