komin heim - nú að snúa sér að praktískum málum

Klukkan er tvö aðfararnótt föstudags og ég er nýlent og spurning hvenær sálin skilar sér.

Síðasta kvöldið mitt í Jemen fór ég á opnun alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Sanaa með frændkonu minni og forstöðukonu YERO. Myndin var " Nýr dagur í gömlu Sanaa" og var ansi skrítin en hrífandi, því verður ekki á móti mælt. Hin ljúfasta og sorglegasta ástarsaga þar sögð.

Í Jemen hitti ég líka okkar nýja ræðismann Alawi Kirby sem vill allt fyrir hópana okkar gera en enn vantar slatta í þá ferð og ég hvet ykkur til að skrá ykkur snarlega.

Flaug svo til Jórdaníu og naut þar elskulegrar gistivináttu Stefaníu Khalifeh og við fórum vítt og breitt um og athyglisvert hvað almennur stuðningur er við Jórdaníu hvað sem ömurlegu atviki þar leið nú nýlega. Alls konar ráðstefnur hafa verið fluttar þangað til að sýna Jórdönum stuðning.
Borðaði indælis kvöldverl með Asaad frá Discovery sem hefur séð um hópana bæði frá Sýrlandi og Jemen en auk þess rabbaði ég við nýjan ferðaskrifstofumann sem gæti orðið til að ferðirnar héldu því verði sem ég hef hugsað mér. Athugum það í rólegheitum.Þvi miður hitti ég ekki gædinn okkar, hann Sami því hann var í Aqaba með hóp en rabbaði við hann í síma og hann hlakkar náttúrlega til að hitta næstu hópa.

Eins og ég minntist á fyrr verður fundur með Íranshóp fljótlega og sendi tilkynningu innan tíðar. Sýrlandshópur hefur ekki alveg staðið í skilum en vonandi leysist það.
Þið verðið líka að athuga að ég VERÐ senn að borga ansi drjúgan slatta inn á Íransferð auk þess sem þegar hefur verið sent.
Mun senda Jemen/Jórdaníuhóp fljótlega tilkynningu um hvernig greiðslu skal hagað en ítreka að þanað vantar fleiri þáttakendur eigi að verða af ferðinni í maí.

Bið Óman, Íran og ´Sýrlandshópa að standa í skilum.