Sálartötrið skilaði sér

Bjartan daginn - þó enn sé myrkur.

Gott að vera komin heim í jólaskammdegið. Sálin skutlaði sér heim á laugardagsmorgun og var vel fagnað.

Minni vinsamlegast mína
Ómanfara 30.-jan -14.febr. á desembergreiðslu
Íransfara 3.-16.mars á desembergreiðslu
Sýrlandsfara 6-21.apríl
á desembergreiðslu

MUNIÐ AÐ REIKNINGURINN ER 1151 15 550 908 kt. 1402403979. Endilega leggja inn á rétt númar.Hef þegar fengið greiðslu frá nokkrum svo þetta verður örugglega ekki vandamál fremur en fyrri daginn. Takk fyrir það.

Jemen/Jórdaníu innheimta hefst um áramót en menn ættu að tilkynna sig sem fyrst.

Annað: Munið Íransfarar fundinn á laugardaginn kl. 2. Hef sent öllum imeil um hann.
Það er nauðsynlegt að allir mæti, hafi sín vegabréf og passamyndir upp á vasann svo við getum lokið allri skriffinnsku.

Kl. 3,30 þann sama dag bið ég svo styrktarfólk Jemenstúlknanna að koma og taka við sínum upplýsingum og myndum frá YERO. Bið sem flesta að mæta og þeir sem ekki sendu mér myndir að hafa þær í pússi sínu.

Þakka svo þeim sem hafa lagt inn á Fatimusjóðinn síðustu daga og hvet til frekari aðgerða. Fullorðinsfræðslunámskeiðið fyrir stúlkur 15-20 ára hefst í janúar og ég hef fullan hug á að við tökum þátt í því af krafti.

OG VEL AÐ MERKJA: það bætist enn í Íransferðina í september. Ég hef ekki dagsetningar en býst við að þær verði sirka 6.-19 eða 20.sept. Það er nauðsynlegt að menn borgi staðfestingargjöldin í þá ferð um áramót svo ég sjái hverjum er virkilega alvara því sem stendur erum við alltof mörg.

Staðfestingargjaldið er 20 þús. og leggist inn 1-10.janúar á 1151 15 550908 og kt. 1402403979. Þetta gjald verður endurgreitt til 1.maí ef breytingar verða á högum manna. Gjörið svo vel að láta þetta berast.

Svo vona ég að ritnefndin og skemmtinefndin láti bráðum í sér heyra og sendi síðunni skýrslu um athafnir sínar.