ALLIR Á ÁRSHÁTÍÐ - tilkynnið þátttöku

Skemmtinefndin hefur unnið ötullega síðustu viku og hefur nú ákveðið dagsetningu fyrir hina fyrstu árshátíð VIMA. Hún verður þann 25.febr. og meiningin er að magadansflokkur félagsins ( aðeins ýkjur og þó ) sýni þar listir sínar. Félagið á kássu af hæfileikafólki innan vébanda sinna svo ekki verða vandræði með önnur skemmtiatriði.

Byrjað á 3ja rétta máltíð og síðan má slá upp hoppi og híi. Áætlað verð um 4.500-5000 kr. á mann. Það er ekki endanlegt.

Skemmtinefndin hefur beðið mig að biðja ykkur að tilkynna þátttöku því það verður að festa húsið þar sem þetta er á annatíma árshátíða og mannfagnaða.


Þið getið tilkynnt ykkur til mín, kannski er það einfaldast.
Það hefur sýnt sig að VIMA-fólk vill gjarnan hittast og því er ég sannfærð um að menn hljóta að fjölmenna. Bendi á að þeir sem hyggjast fara í ferðir á árinu 2006 eru ekki síður velkomnir gestir.
Hafið því samband og það snarlega